Minningarathöfn um Pelagus-slysið

Á sunnudaginn, 12. september, verður efnt til minningarathafnar í Vestmannaeyjum um Pelagus-slysið, sbr. meðfylgjandi boðskort. Aðfaranótt 21. janúar 1982 strandaði togarinn Pelagus við Prestabót í mjög slæmu veðri. Við afar erfiðar aðstæður tókst að bjarga sex skipverjum í land en tveir fórust. Undir lok björgunaraðgerða gerðist síðan sá hörmulegi atburður að tveir björgunarmenn fórust, þeir […]
Gaman að sinna verkefni með fólki af öllu landinu

Frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesi hefur mikið mætt á björgunarsveitar fólki við að aðstoða þar, einkum við að tryggja að svæðið sé öruggt og að enginn þeirra þúsunda sem lagt hafa leið sína þangað verði fyrir slysum af völdum gossins. Björgunarsveitir alls staðar af á landinu hafa tekið þátt í þessari vinnu og […]
Kvenfélagið Heimaey styrkir Björgunarfélag Vestmannaeyja

Björgunarfélag Vestmannaeyja hlaut nýverið ríkulegan styrk frá Kvenfélaginu Heimaey en félagskonur færðu Björgunarfélaginu 300.000 krónur að gjöf. Styrkir sem þessir koma félaginu vel við kaup á búnaði og þjálfun félagsmanna. Björgunarfélag Vestmannaeyja færir Kvenfélaginu Heimaey þakkir fyrir gjöfina og hlýhug sem félagskonur sýna félaginu með gjöfinni. (meira…)
Skrúfan verður inni í botni

Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær um er að ræða frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara. Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021. Vantar skriflegt samkomulag Eins og […]
Vilja reisa minnisvarða um Pelagus slysið

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs í síðustu viku lá fyrir ósk frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja um að setja upp minnisvarða um Pelagus slysið við útsýnispall á nýja hrauni. Eftirfarandi frásögn um slysið er fengin úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja árið 1982. Hörmulegt slys varð á strandstað Belgíska togarans Pelagus 21. janúar 1982 er Hannes Óskarsson foringi björgunarveitar Hjálparsveitar skáta og Kristján K. Víkingsson læknir […]
Maður fannst látinn í Vestmannaeyjahöfn

Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfesti rétt í þessu að maður hafi fundist látinn í Vestmannaeyjahöfn í dag klukkan 13:40. Um hádegisbil barst lögreglunni tilkynning um einstakling sem var saknað og óttast var um. Leit hófst strax og aðstoðaði Björgunarfélag Vestmannaeyja við leitina. Ekki er grunur um að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki er […]
Ef það er einhvern tímann ástæða til að sprengja

Flugelda sala Björgunarfélags Vestmannaeyja opnar á sínum stað við Faxastíg 38 í dag verður opin alla daga til áramóta frá 10:00 til 21:00 og 9:00 til 16:00 á gamlársdag. Faxastígurinn verður þó ekki eini sölustaðurinn þetta árið því einnig hefur verið opnuð vefverslun með flugelda á slóðinni eyjar.flugeldar.is. Netsalan hófst sunnudaginn 20. desember en vörur […]
Björgunarfélagið farið í tíu verkefni

Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist 10 útköll í morgunsárið. Arnór Arnórsson formaður björgunarfélagsins segir að í flestum tilfellum hafi verið um minniháttar tjón að ræða. “Þetta hafa verið þakkassar og annað minniháttar. Tveir bátar hafa losnað frá bryggju og höfum við þurft að bregðast við því. Ég vill beina því til fólks að halda sig heima […]
Skrúfan fer ekki á Vigtartorg

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir erindi frá frá stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja um staðsetningu minnismerkis Þórs. Fram kemur í erindinu að Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja er ósátt við þann stað sem ákveðin hefur verið fyrir minnismerki Þórs, í skugga tveggja stórra húsa. Í niðurstöðu ráðsins segir “ekki er fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigartorg, […]
Óttast afleiðingar nýrrar reglugerðar um skotelda

Starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis og auðlindaráðherra hefur skilað tillögum hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda. Samkvæmt þeim verður meðal annars eingöngu heimilt að skjóta upp flugeldum á alls 20 klukkustunda tímabili um áramót. „Breytingarnar á reglugerðinni leggjast ekki vel í okkur,“ sagði Arnór Arnórsson formaður […]