Breyttar heimsóknarreglur á HSU

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu höfum við áhyggjur af skjólstæðingum/sjúklingum okkar. Markmiðið með takmörkuðum heimsóknum er að verja viðkvæma einstaklinga. Þessar reglur eru unnar útfrá leiðbeiningum frá almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum. Heimsóknartími verður frá 14:30-17:30 Einn gestur má koma á dag og má heimsóknin vara að hámarki klukkutíma. Heimsóknin fer fram á stofu, ef fjölbýli þá […]
Vonir bundnar við að hægt verði að halda hátíðina síðar

Bæjarstjóri fór yfir stöðu Covid í Vestmannaeyjum og hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda sem tóku gildi á sunnudaginn var á fundi bæjarráðs í vikunni. Aðgerðastjórn Vestmannaeyja fundar reglulega um stöðuna og sendir frá sér tilkynningar í kjölfar funda um stöðu faraldursins í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu óformlegan fund með fulltrúum ÍBV íþóttafélags í vikunni vegna […]
Tíu einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn vill sem fyrr brýna alla íbúa í Vestmannaeyjum og alla gestkomandi að gæta sérlega vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Þetta á við um alla einstaklinga hvort sem þeir hafa fengið bólusetningu eða ekki. Áfram er mikil útbreiðsla Covid-19 smita á landsvísu. Í dag, […]
Enginn COVID-smitaður í áhöfn Kap II

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn, löndun er hafin þar úr skipinu og það heldur síðan til veiða á ný á þriðjudaginn kemur, eftir verslunarmannahelgarfrí áhafnarinnar. Grunur um COVID-smit um borð í Kap II reyndist ekki á rökum reistur, sem betur fer. Tekin voru sýni úr skipverjum sem höfðu veikindaeinkenni […]
Covid-19 fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Covid-19 smitum fer nú fjölgandi í samfélaginu og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apríl sl. Samkvæmt nýjustu Covid tölum frá Suðurlandi eru nú 51 í einangrun með virkt smit og 84 í sóttkví. Þetta veldur okkur að sjálfsögðu áhyggjum en við megum ekki bugast og höldum ótrauð áfram í baráttunni við þennan […]
Grunur um COVID-smit í Kap II

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Skipið var að veiðum þegar grundsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn. […]
Sex einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum

Eins og kunnugt er hefur Covid-19 smitum á landsvísu fjölgað verulega síðustu vikuna og útbreiðsla smita verið mikil. Sem stendur eru 6 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19. Fimm þeirra voru í sóttkví við greiningu. Þá eru 28 einstaklingar í sóttkví hér í Eyjum. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví fylgi […]
Takmarkanir sem taka gildi á miðnætti

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 sem hugsaðar eru til skamms tíma á meðan verið er að ná tökum á mikilli fjölgun smita […]
200 manns mega koma saman

Landsmenn biðu með öndina í hálsinum eftir ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum sem lauk nú rétt í þessu. Margir höfðu á orði að þessi föstudagur væri eins og hinn eini sanni föstudagur langi og líklega hefur aldrei verið eins mikil spenna fyrir ríkisstjórnarfundi og nú en á fundinum var tekið fyrir minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um samkomutakmarkanir […]
Einhver hópur af fólki mun lenda í sóttkví

Fréttum af nýjustu bylgju covid faraldursins hafa verið áberandi síðustu daga en þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Lítið hefur farið fyrir féttum af smitum í Vestmannaeyjum en samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru komin upp nokkur smit í Eyjum. “Ég get staðfest það að tessi nýja […]