Landsmenn biðu með öndina í hálsinum eftir ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum sem lauk nú rétt í þessu. Margir höfðu á orði að þessi föstudagur væri eins og hinn eini sanni föstudagur langi og líklega hefur aldrei verið eins mikil spenna fyrir ríkisstjórnarfundi og nú en á fundinum var tekið fyrir minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um samkomutakmarkanir vegna covid.
Á blaðamannafundi sem haldinn var að loknum ríkisstjórnarfundinum kom fram að ríkisstjórnin styður í meginatriðum tillögur Þórólfs. Fjöldatakmörk verða 200 manns og fjarlægðarmörk einn metri. Reglugerðin tekur gildi á miðnætti og gildir í 3 vikur.
Til greina kemur að fresta þjóðhátíð
Hörður Orri Grettisson formaður Þjóðhátíðarnefndar sagði í viðtali við RÚV að til greina kæmi að fresta hátíðinni þar til seinna í ágúst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst