Breytt deiliskipulag – Miðbæjarskipulag, 2 áfangi, Standvegur 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á Strandvegi 51. Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1490,0 m2. Grunnflötur byggingarinnar er einnig stækkaður […]
Breytt deiliskipulag hafnarsvæðis H-2 við Strandveg 104 í botni Friðarhafnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 24. mars 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnasvæðis við Eiði, vesturhluti, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Helstu breytingar á svæðinu eru að lóða- og byggingarreitur við Strandveg 104 eru stækkuð en fyrirhugað er að byggja seiðaeldisstöð í húsinu. Lóð við Strandveg 104 er stækkuð til […]
Breytt deiliskipulag miðbæjarsvæðis við Hvítingaveg

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 2. desember 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir breytingu á Deiliskipulagi miðbæjarsvæðis við Hvítingaveg, auglýst skv. 1. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingar á svæðinu eru að bætt er við fjórum byggingarreitum við Hvítingaveg og einum byggingareit sunnan við Alþýðuhús. Einnig er gert ráð fyrir aðkomuslóða að bakhlið húsanna við Hvítingaveg, […]
Nýjar lóðir við Hvítingaveg

Vestmannaeyjabær hefur unnið að breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta miðbæjarsvæðis M-1 við Hvítingaveg. Upphaflegt deiliskipulag svæðisins er frá 2005 og hefur tekið nokkrum breytingum. Kynning og samráð á vinnslustigi skipulagstillögunar. Hagsmunaaðilum er boðið upp á kynningu á fyrirliggjandi gögnum á skrifstofu skipulagsftr. Skildingavegi 5, dagana 11.október til 14.október 2021 á mili 10 og 12, eða samkvæmt […]
Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 28. júní 2021 skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags í Viðlagafjöru og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035. Kynning um breytinguna og greinargerð má sjá HÉR Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. ágúst […]
Básahúsinu breytt

Á 264. fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja þann 22. júní síðastliðinn var tekið fyrir erindi um breytta notkun hina svokölluðu “Bása”. Var það fyrirtækið 13. Braut ehf. sem sótti um að breyta notkun á nyrsta hluta húsnæðis að Básaskersbryggju 3, Básahússins. Um var að ræða ósk um breytingu fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð […]
Vilja selja Vestmannaeyjabæ Dalabúið

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var tekið til afgreiðslu eftir formlega auglýsingu nýtt deiliskipulag athafnasvæðis austan við norðurenda flugbrautarinnar. Skipulagið var unnið af Alta verkfræðiþjónustu og hafði lokið formlegri kynningu í samræmi við skipulagslög. Frestur til þess að gera athugasemdir var til 12. júní s.l. Ein athugasemd barst að […]
Vilja stækka Strandveg 51

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var kynnt umsókn Davíðs Guðmundssonar, f.h. Eignarhaldsfélags Tölvunnar ehf, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Strandveg 51. Umrætt hús er á götuhorni Strandvegar og Herjólfsgötu og hefur lengi hýst verslun og þjónustu undir vörumerkinu Tölvun. Breyting á deiliskipulagi hússins miðar af því að heimila frekari viðbyggingar íbúða […]
Breytt deiliskipulag austurbæjar við miðbæ samþykkt

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir frestað erindi frá fundi nr. 338, dags. 21.1.2021. Lögð var fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar við miðbæ. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 7. des. 2020 með athugasemdafresti til 18. jan. 2021. […]
Breytt deiliskipulag við sorpsstöð, Áshamar og á hafnarsvæði

Hjá Vestmannaeyjabæ eru um þessar mundir fjögur skipulagsmál í kynningarferli. Þessi mál ásamt fylgigögnum má nálgast hér að neðan. Nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna og fyrirhugaða brennslustöð á svæði I-1. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkt 28. janúar 2021 að kynna nýtt deiliskipulag skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna […]