Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl nk. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Jafnframt því hefur hann gegnt starfi sínu sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu […]

Sýslumaðurinn í Eyjum fær varanlegt verkefni

Í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu í gær kemur fram að könnun hjónavígsluskilyrða muni einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi. Könnun hjónavígsluskilyrða, áður en hjónavígsla fer fram, verður nú ekki lengur á hendi presta eða forstöðumanna trú- og lífskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra og gildir einu hvort hjónaefni eiga lögheimili hér á landi […]

Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Fjallað var um það í fjölmiðlum um miðjan mars að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hygðist leggja til að einn sýslumaður yrði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Jón var á ferð í Vestmannaeyjum í gær þar sem hann kominn m.a. til að eiga samtal við starfsmenn á embætti sýslumanns og fulltrúa […]

Fleiri verkefni til Eyja

Dómsmálaráðuneytið hefur falið embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum það verkefni ráðuneytisins að gefa út yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis. Verkefnið felst í móttöku beiðna og fylgiskjala og útgáfu yfirlýsingar, að uppfylltum skilyrðum, um að ekkert sé til fyrirstöðu samkvæmt íslenskum lögum að viðkomandi geti gengið í hjúskap erlendis. Mun sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum taka við verkefninu […]

Sjö en ekki sex

Greint var frá því á vef Stjórnarráðs Íslands í gær og Eyjafréttir fjölluðu um í kjölfarið að sex umsækjendur hefðu verið um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Fréttin hefur nú verið uppfærð á vef stjórnarráðsins með starfsheitum umsækjenda og einum umsækjanda verið bætt við. Sá er Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi þar sem hann vantaði í upphaflegu […]

Stöndum með íslenskri framleiðslu

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. […]

Verkefni færð til Vestmannaeyja

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]

Skipar hæfnisnefndir vegna stöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu Ríkislögreglustjóra: Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum: Kristín […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.