Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl nk. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Jafnframt því hefur hann gegnt starfi sínu sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu […]
Sýslumaðurinn í Eyjum fær varanlegt verkefni

Í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu í gær kemur fram að könnun hjónavígsluskilyrða muni einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi. Könnun hjónavígsluskilyrða, áður en hjónavígsla fer fram, verður nú ekki lengur á hendi presta eða forstöðumanna trú- og lífskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra og gildir einu hvort hjónaefni eiga lögheimili hér á landi […]
Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Fjallað var um það í fjölmiðlum um miðjan mars að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hygðist leggja til að einn sýslumaður yrði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Jón var á ferð í Vestmannaeyjum í gær þar sem hann kominn m.a. til að eiga samtal við starfsmenn á embætti sýslumanns og fulltrúa […]
Fleiri verkefni til Eyja

Dómsmálaráðuneytið hefur falið embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum það verkefni ráðuneytisins að gefa út yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis. Verkefnið felst í móttöku beiðna og fylgiskjala og útgáfu yfirlýsingar, að uppfylltum skilyrðum, um að ekkert sé til fyrirstöðu samkvæmt íslenskum lögum að viðkomandi geti gengið í hjúskap erlendis. Mun sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum taka við verkefninu […]
Sjö en ekki sex

Greint var frá því á vef Stjórnarráðs Íslands í gær og Eyjafréttir fjölluðu um í kjölfarið að sex umsækjendur hefðu verið um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Fréttin hefur nú verið uppfærð á vef stjórnarráðsins með starfsheitum umsækjenda og einum umsækjanda verið bætt við. Sá er Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi þar sem hann vantaði í upphaflegu […]
Stöndum með íslenskri framleiðslu

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. […]
Verkefni færð til Vestmannaeyja

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]
Skipar hæfnisnefndir vegna stöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu Ríkislögreglustjóra: Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum: Kristín […]