Fjalla um gosupphafið í Sagnheimum á laugardaginn

Á laugardaginn nk. 27 janúar frá kl. 13:00-14:00 verður efnt til dagskrár til að minnast upphafs eldgossins á Heimaey fyrir röskri hálfri öld í Sagnheimum. Tryggvi Sigurðsson, Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason fjalla um gosupphafið. Tryggvi Sigurðsson rekur ferðasögu nokkurra báta er fóru hina örlagaríku nótt til lands en hann er sem kunnugt er óþrjótandi […]

Minningar frá gosnóttinni 1973

Á vef Vestmannaeyjabæjar rifjar Ingimar Georgsson upp þá örlagaríku nótt þegar gos hófst á Heimaey. Ég var vakinn rétt fyri kl 2 aðfaranótt 23.janúar 1973, mamma vakti mig og sagði “klæddu þig og komdu niður ekki fara í skólafötin”. Ég hlýddi og dreif mig niður og mamma benti mér á að kíkja út um austurgluggann […]

Flugvélamóðurskip var staðsett sunnan við Vestmannaeyjar í gosinu

Guðni Einarsson: Stórt bandarískt flugmóðurskip með margar þyrlur um borð var staðsett suður af Vestmannaeyjum veturinn 1973, albúið að grípa inn í ef illa færi. Þetta kemur fram í endurminningum Ólafs Ólafssonar fyrrverandi landlæknis, Ólafur landlæknir, sem Vilhelm G. Kristinsson skráði (Vaka-Helgafell, Reykjavík 1999).   Fyrstu kynni Ólafs af af störfum almannavarnaráðs voru aðfaranótt 23. […]

Eyjagosið er eftirminnilegasta verkefnið

Áætlun um hreinsun bæjarins tilbúin 13 dögum eftir að gosið hófst = Skýrslan vakti sterk viðbrögð og kveikti von hjá bæjarstjórninni  Fjarlægðar voru meira en tvær milljónir rúmmetra af vikri og hrauni úr Vestmannaeyjabæ eftir eldgosið 1973. Miðað við að vörubílar þess tíma tóku um 8,3 rúmmetra af efni þurfti tæplega 252 þúsund vörubílaferðir til […]

Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]

Minnisvarðinn lætur bíða eftir sér

Í febrúar á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður var samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í september sl., viljayfirlýsingu um samvinnu við gerð minnisvarða í tilefni 50 ára […]

Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar […]

Æskuslóð með nýju myndbandi

Árið 2014 gaf Hljómsveitin Afrek frá Vestmannaeyjum út lagið Æskuslóð sem var goslokalag Vestmannaeyja það árið. Í dag eru 50 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey þegar jörðin rifnaði og þusundir lögðu á flótta.Höfundar Æskuslóð vilja minnast þessa atburðar með því að endurútgefa lagið með myndefni sem tekið var á 8 og 16 mm […]

Dagur borgarstjóri – Reykjavík og Vestmannaeyjar

Kæru Vestmannaeyingar nær og fjær! Borgarráð bauð Vestmannaeyjabæ að verða heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í ágúst 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Undirbúningur er þegar hafinn og mikil tilhlökkun í loftinu. Fáir atburðir hafa styrkt tengsl Eyja og Reykjavíkur meira en gosið í Heimaey. Á einni nóttu gjörbreyttist veruleiki Eyjamanna […]

Sjómenn unnu einstætt björgunarafrek

Guðlaugur Gíslason, fyrrum bæjarstjóri og þáverandi þingmaður hafði ætlað til Reykjavíkur þann 22. janúar en ekki gaf til flugs. Var heima hjá sér, fann jarðskjálfta en verður ekki var við neitt athugavert fyrr en sonur hans, Gísli Geir var mættur á bifreið sinni ásamt Öddu konu sinni og þremur dætrum, Þórunni, Hörpu og Dröfn. Voru […]

X