Flugvélamóðurskip var staðsett sunnan við Vestmannaeyjar í gosinu
10. desember, 2023

Guðni Einarsson:

Stórt bandarískt flugmóðurskip með margar þyrlur um borð var staðsett suður af Vestmannaeyjum veturinn 1973, albúið að grípa inn í ef illa færi. Þetta kemur fram í endurminningum Ólafs Ólafssonar fyrrverandi landlæknis, Ólafur landlæknir, sem Vilhelm G. Kristinsson skráði (Vaka-Helgafell, Reykjavík 1999).  

Fyrstu kynni Ólafs af af störfum almannavarnaráðs voru aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar eldgosið í Heimaey hófst. Landlæknir átti sæti í ráðinu og Ólafur hafði setið fjóra mánuði í embættinu þegar fór að gjósa. Flestir Vestmannaeyingar komust af eigin rammleik til lands með fiskibátum en lmannavarnaráð skipulagði fólksflutninga frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur með strætisvögnum og rútum. Einnig skipulagði það móttöku flóttafólksins í skólum í Reykjavík. Það var í verkahring Ólafs að tryggja veikum og öldruðum Vestmannaeyingum vist á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu.  

Almannavarnaráði var falið að stjórna málefnum Vestmannaeyinga fyrst um sinn. „Við urðum því eins konar aukabæjarstjórn Vestmannaeyja og næstu þrjá til fjóra mánuði sátum við flestar dagstundir í húsnæði ráðsins í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík og stjórnuðum aðgerðum,“ segir Ólafur. Síðar var stofnuð Vestmannaeyjanefnd undir forystu Tómasar Árnasonar alþingismanns sem tók við daglegum rekstri en almannavarnaráð bar áfram ábyrgð á öryggismálum.  

Almannavarnaráðsmenn fóru til Vestmannaeyja á öðrum degi eldgossins. „Koman þangað er mér ógleymanleg. Þetta var eins og að vera kominn á vettvang styrjaldar. Stöðugar sprengingar og eldglæringar voru í eldstöðvunum og svartur mökkur yfir öllum bænum. Flest húsin höfðu verið yfirgefin og menn á ferli með hjálma eins og í hernaði,“ segir Ólafur. Hann fer fögrum orðum um þá Magnús H. Magnússon bæjarstjóra, Sigurgeir Kristjánsson forseta bæjarstjórnar, Pál Zóphóníasson bæjartæknifræðing, Einar Val Bjarnason héraðslækni og Kristinn Sigurðsson slökkviliðsstjóra. „Ég er þeirrar skoðunar að Magnús, Einar Valur og Páll hafi átt drýgstan þátt í því að mönnum féllust aldrei hendur í hörmungunum. Þeir héldu ætíð ró sinni og hóflegri bjartsýni í gegnum súrt og sætt.“  

Mikið öskufall var í bænum og þök húsa fóru að sligast undan farginu. Almannavarnaráð skipulagði mokstur og lengi vel voru yfir 600 manns við að hreinsa af þökum. Þess má geta hér að í þeim hópi voru m.a. varnarliðsmenn auk Íslendinga. Ólafur segir að heimamenn hafi gagnrýnt almannavarnaráð fyrir að hafa ekki fleiri menn í varnarstarfinu á Heimaey. „Hins vegar miðuðum við fjöldann alltaf við að geta náð öllum mannskapnum í land fyrivaralítið með varðskipi og öðrum skipum, sem við vorum með í okkar þjónustu ef eitthvað brygði út af,“ segir Ólafur. Almannavarnaráð var ekki í rónni vegna óvissunnar um framvindu gossins. „Hugsanlegt var að gos hæfist á öðrum stöðum á eynni og stefndi lífi og limum mokstursmanna og annarra starfsmanna í hættu.“ 

„Þegar umræðan um öryggi starfsmanna á Heimaey stóð sem hæst í ráðinu tjáði Pétur Sigurðsson (þáverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar) mér að stórt flugvélamóðurskip Bandaríkjahers væri tvö til þrjú hundruð mílur suður af Vestmannaeyjum með margar þyrlur, albúið að grípa inn í atburðarásina ef illa færi. Um þetta var aldrei rætt opinberlega og ég heyrði aldrei minnst á flugvélamóðurskipið síðar en Pétur tjáði mér þetta engu að síður,“ segir Ólafur. 

Kristján Torfason, bæjarfógeti, Ólafur Ólafsson, landlæknir og Einar Valur Bjarnason yfirlæknir á Vestmannaeyjaflugvelli.

Liðsmenn Varnarliðsins á Keflarvíkurflugvelli komu til Vestmannaeyja og tóku þátt í björgunarstörfum og hreinsuðu ösku af húsþökum. EF til átti það þátt í viðbúnaði bandaríska flotans.

Myndir: Sigurgeir Jónasson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst