Sannfærður um að Katla væri að fara af stað

„Ég var nú bara hérna í stofunni að hlusta á plötur og um kvöldið var ég búinn að telja 15 jarðskjálftakippi. Svo fór ég að sofa um hálf tvö leytið um nóttina. Ég var alveg sannfærður um að þarna væri Katla að fara af stað,“ segir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri um gosnóttina í viðtali við […]

Ríkisútvarpið fyrstu klukkutíma Heimeyjargossins

Guðlaugur Gíslason, bæjarfulltrúi, bæjarstjóri og þingmaður var í framlínunni þegar gos hófst á Heimaey 23. janúar 1973. Guðlaugur sat ekki auðum höndum eftir starfslok og tók sig meðal annars til og vélritaði upp allar fréttir á Ríkisútvarpinu fyrsta sólarhring gossins. Fékk allar upptökur frá fréttastofunni og sló inn á ritvélina sína. Afrakstur upp á 130 […]

Íris bæjarstjóri – Sögurnar margar og teygja  sig víða

Okkur er tamt að segja í Vestmannaeyjum – fyrir og eftir gos. Svo djúp og lifandi er minningin um eldgosið sem hófst fyrir réttum 50 árum, eða aðfararnótt 23. janúar 1973. Fimm þúsund og þrjú hundruð Eyjamenn þurftu að yfirgefa heimili sín sem mörg hver fóru undir ösku og eld. Þessa sögu þekkja allir Íslendingar […]

Guðni forseti – Stöndum saman þegar nauðsyn krefur

Ágætu Eyjamenn, landsmenn allir. Við minnumst þess nú saman að hálf öld er liðin frá hamförum sem dundu yfir byggðina á Heimaey. Eldgos hófst öllum að óvörum. Á einni nóttu og fram eftir degi tókst að forða íbúum frá þeirri ógn sem vofði yfir. Mildi var að vel viðraði þar og þá, flotinn í höfn […]

Lesa fréttir Ríkisútvarpsins fyrsta sólarhringinn

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey munu nemendur í 10. bekk flytja í nótt og á morgun fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring, í um tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn byrjar […]

OLísdeild kvenna – ÍBV enn í toppbaráttunni

Eyjakonur sýndu klærnar svo um munaði þegar þær mættu Selfosskonum í Olísdeildinni í gær. Leikið var í Sethöllinni á Selfossi og lauk leiknum með 21:40 sigri ÍBV sem komst í 3:20 í leiknum. Að lokinni þrettándu umferð er Valur í efsta sæti með 22 stig, jafnmörg og ÍBV sem er með lakara markahlutfall. Næsti leikur […]

Upphafs minnst á morgun – Fólk hvatt til að fjölmenna

Vestmannaeyingar minnast þess á morgun, 23. janúar þegar fimmtíu ár verða frá því gos hófst á Heimaey. Gosið hófst rétt fyrir klukkan tvö um nóttina og um morguninn höfðu bátar og aðkomubátar sem voru í höfn í Eyjum flutt hátt í 5000 íbúa af um 5300 til lands. Mesta björgun Íslandssögunnar. Áður en gosi lauk […]

Eldeyjan í Bíó Paradís

Sunnudaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 15:00 verða sýndar tvær magnaðar heimildamyndir í Bíótekinu (sýningaröð Kvikmyndasafns Íslands) í Bíó Paradís. Það eru myndirnar Eldeyjan eftir þá Pál Steingrímsson, Ásgeir Long og Ernst Kettler og Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason. Ólafur Lárusson, björgunarsveitarmaður og Eyjamaður mun ræða við áhorfendur að sýningu lokinni. Ástæðan fyrir þessum viðburði […]

Fjöldi verkefna frá Eyjum hlutu styrki

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 32,6 m.kr. úthlutað, 13,1 […]

Þrír minnisvarðar í bígerð

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni og voru þar sex mál á dagskrá. Það sem gerir fundargerðina nokkuð merkilega að helmingurmálanna snéri að uppsetningu minnisvarða sem allir verða staðsettir á eða við hið svo kallaða Nýja Hrauni í Vestmannaeyjum. Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka Fyrir fundinum lágu drög að minnisvarða að tilefni 50 […]