Jólablað Eyjafrétta komið út

Glæsilegt jólablað Eyjafrétta ætti nú að vera komið í vel valdar lúgur. Efnið er úr ýmsum áttum. Þar má nefna viðtal við Nataliyu Ginzuhul um aðdraganda jóla í Úkraínu, Skemmtilegt spjall við Sigurð Óskarsson og Guðrúnu Erlingsdóttur, jólaspjall við vel valda Eyjamenn, 50 ára bikarmeistara, jólakrossgátuna, tjaldurinn er á sínum stað, Óli á Stapa rifjar […]

Nýtt blað Eyjafrétta komið út

Nýjasta blað Eyjafrétta er að koma út, stútfullt af spennandi efni að venju. Meðal annars eru kynntar hugmyndir ÍBV-íþróttafélags um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Væntanlegt laxeldi skoðað niður í kjölinn. Makrílvertíðin gerð upp og sagt frá góðum krafti í síldinni. Nýjum Þór er fagnað og sagt frá blómlegu starfi Tónlistarskólans. Pysjuvertíðin veldur vonbrigðum, lokaúttekt. Ljósmyndari Justin Biebers […]

Eyjafréttir á Sjávarútvegasýningunni – 55 milljarða fjárfesting

„Íslenskur sjávarútvegur hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnulífinu um land allt. Þessi mikilvæga atvinnugrein hefur skapað þjóðinni mikil útflutningsverðmæti og fleytt okkur fram á sviði nýsköpunar og tækni. Þá er greinin algjör undirstaða atvinnu víða á landsbyggðinni. Þetta vitum við en umræðan um greinina er engu að síður oft ansi neikvæð. Sú umræða […]

Gefi nú góðan byr! – 17. tbl komið á vefinn

17. tölublað Eyjafrétta þetta árið er nú aðgengilegt á vef Eyjafrétta, en blaðið verður borið út á morgun til áskrifenda. Blaðið er það allra stærsta og glæsilegasta á þessu ári og geymir veigamikla umfjöllun um sjávarútveginn, en blaðið er tileinkað fyrirtækjum í greininni og aðilum sem þjónusta iðnaðinn og fólkinu sem sinnir störfunum. Á síðum […]

Eyjafréttir – komið á vefinn

Á morgun kemur út 16. tölublað Eyjafrétta og verður það borið út til áskrifenda samdægurs. Vefútgáfa blaðsins er þegar komin inn á vefinn og aðgengilegt áskrifendum. Allir sem eru í hefðbundinni áskrift fá vefaðganginn frítt með en einnig er hægt að vera eingöngu í netáskrift. Áskriftarleiðir Eyjafrétta eru: Vefáskrift: 1.000 kr. á mánuði Áskrifandi að […]

Krossgötur endalausra tækifæra

Eyjafréttir eru bornar út til áskrifenda í dag í Eyjum og á fasta landinu. Þetta er 6. tölublaðið sem kemur út eftir að fjölgað var í starfsliði og stjórn sem stendur bakvið útgáfuna. þetta 14. tölublað ársins er 20 síður í heildina og sneisafullt af efni. Ekki nóg með að blaðið í dag sé að […]

Tilkynning til áskrifenda

Stjórn Eyjasýnar ehf. vill benda á að dyggir áskrifendur Eyjafrétta ættu nú að vera búin að fá kröfur fyrir síðustu þremur mánuðum af áskriftargjaldi inn á heimabankann eða á kreditkortayfirlitið. Smávægilegir hnökrar urðu á innheimtu þegar breytingar voru gerðar hjá fyrirtækinu á dögunum en nú eru hlutirnir að smella saman. Stjórn Eyjasýnar ehf. biður frábæra […]

Styrkir til staðbundinna fjölmiðla 2021

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið styrkjanna er að efla starfsemi fjölmiðlanna sem gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. Þá eru styrkirnir liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði. […]

Mest lesið 2020: Blátindur er sokkinn

Mest lesna frétt ársins er af Blátindi sokknum við bryggju. Báturinn var síðar tekinn á þurrt og stendur nú við Skipalyftuna og bíður örlaga sinna. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.