Skemmtilegt samspil eyjasveita
Það var glatt á hjalla í bæjarleikhúsinu í Kviku í gærkvöldi. Þá fóru fram glæsilegir tónleikar þar sem fram komu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum í Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kom fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Tónleikunum lauk með samspili beggja sveitanna. Á efnisskránni […]
Fiskveiðisamningur við Færeyjar undirritaður
Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, skrifuðu undir samninginn. Undirritunin fór fram á fundi ráðherranna þar sem samskipti landanna á breiðum grundvelli voru til umfjöllunar, meðal annars út frá tillögum í skýrslu frá starfshópi frá september 2021, […]
Viðræður við Færeyinga um samnýtingu Herjólfs III
Vegagerðin og Strandferðaskip í Færeyjum hafa átt í viðræðum um hvort mögulegt sé að samnýta Herjólf III með einhverjum hætti. Grunnforsenda samninga er að Herjólfur III sé aðgengilegur ef og þegar þörf reynist á og verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf. Reikna má með að niðurstaða fáist í viðræðurnar á næstu mánuðum. Strandfaraskip í […]
Sendiherra Kanada og ræðismaður Færeyja í heimsókn í Eyjum
Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi og Petur Petersen, ræðismaður Færeyja á Íslandi, áttu í dag fund með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Til umræðu voru samskipti Vestmannaeyja við löndin tvö, vinabæjartengslin við Gøtu, aukin samvinna í tengslum við viðskipti, rannasóknir, ferðamennsku og menningu. Sendiherrarnir munu verja deginum í Vestmannaeyjum. […]