Sóknarfæri ferðaþjónustunnar

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er átaksverkefni og samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja starfandi ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu, sé miðað við s.l. rekstrarár. Umsjón og ábyrgð sjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS fer með hlutverk úthlutunarnefndar. Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS […]
Upplýsingasíða um Laufey opnar

“Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira,” segir á forsíðu nýrrar heimasíðu Laufeyjar. Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins sagðist bjartsýnn á að fjármögnun kláraðist fljótlega og Laufey opnaði í […]
Hyggst flytja inn í Laufey – „á bara eftir að segja konunni það“

Ný þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 mun bera nafnið „Laufey – Welcome center.“ Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins, sagðist hafa fallið strax fyrir nafninu. „Við unnum þetta með Aldeilis auglýsingastofu. Vorum með ákveðnar áherslur og hugmyndir sem skiluðu sér í þessu nafni sem við féllum strax fyrir. Það er lítið mál fyrir útlendinga að […]
Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)
Bærinn framlengir við Markaðsstofu Suðurlands

Bæjarráð fundaði í vikunni en það var meðal annars til umræðu þjónustusamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands um tiltekna þjónustu á sviði markaðs- og ferðamála en samningurinn rann út um síðustu áramót. Bæjarráð hefur ákveðið að framlengja samstarfssamninginn um eitt ár. Með því mun Markaðsstofan halda áfram að annast markaðsstarf með sérstaka áherslu á fjölgun […]
Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót fer nú fram í Kórnum í Kópavogi og er opið til kl 17.00. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. […]