Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]

200 ný störf í Eyjum

Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi. Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Vestmannaeyjar henta vel til fiskeldis

Áform um landeldi í Vestmannaeyjum eru langt á veg komin og stefnt að því að fyrstu seiðin fari út vorið 2023 og slátrun getið hafist í byrjun árs 2025. Innan fárra ára er stefnt að því að hefja fiskeldi á landi í Vestmannaeyjum. Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri félagsins Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri […]

Mat á umhverfisáhrifum fyrir landeldi í Vestmannaeyjum

Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum eldisstöðvar laxfiska á landi í Vestmannaeyjum. Tillagan er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júlí 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is (meira…)

Uppbygging fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri, f.h. Sjálfbærs fiskeldis í Eyjum ehf., undirrituðu í dag samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða fiskeldi á landi í Vestmannaeyjum þar sem megináhersla verður lögð á sjálfbærni, nýjungar og nýtingu. Gert er ráð fyrir að frummatsskýrsla umhverfismats verði tilbúin um næstu áramót. […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru – kynningarmyndband

Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, sem undirbýr nú byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey, hefur látið útbúa kynningarmyndband um eldið og framkvæmdina. Það er verkfræðistofan Efla sem framleiðir myndbandið. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við verkefnið. Myndbandið sýnir á skemmtilegan hátt útlit og […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Lögð voru fram til upplýsinga á fundi bæjarráðs í síðustu viku drög að breytingu á þegar samþykktri viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við þróunarvinnu og byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða ítarlegri viljayfirlýsingu og aðra staðsetningu. Viljayfirlýsingunni er vísað til umræðu og afgreiðslu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.