Húkkaraleikur á Hásteinsvelli

Stórleikur fer fram í dag þegar KFS fær KFG í heimsókn á Hásteinsvelli kl 18.00. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu er Hanni Harði er búinn að lofa mikilli veislu fyrir áhorfendur og ekki er hann þekktur fyrir að svíkja sín loforð. Búist er við um 11 gráðum og logni og því […]
Toppslagur hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir liði Fram í dag í 12. umferð Lengjudeildarinnar á Framvellinum. Framliðið hefur haft algera yfirburði í deildinni í sumar og unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og situr í toppsætinu með 31 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig en þar á eftir er lið Kórdrengja með […]
Ísak Andri til ÍBV

Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið Ísak Andra Sigurgeirsson lánaðan frá Stjörnunni. Hann verður hjá liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni. “Ekki nóg með það að Ísak sé gríðarlega efnilegur kantmaður, sem hefur spilað með U-16 Íslands, þá er hann ættaður úr Eyjum og þekkir hér vel til. Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði og þjálfurum með að […]
Jafntefli stúlknanna á Akureyri

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag. Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en […]
ÍBV mætir Gróttu á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar. ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór […]
Eyjasigur í Árbænum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna […]
ÍBV mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna

Kvennalið ÍBV mætir Fylki á Würth vellinum, í Árbænum Reykjavík, kl. 18:00 í kvöld. Um er að ræða 9. umferð deildarinnar og situr ÍBV 6. sæti með 9 stig. Kvennalið Fylkis situr í 8. sæti með sama stigafjölda en lægri markatölu. Valur er í fyrsta sæti með 17. stig. ÍBV töpuðu þremur síðustu leikjum sínum […]
Eyjasigur í Laugardalnum

Karlalið ÍBV mætti Þrótti í Laugardalnum nú fyrr í kvöld í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Eyjamenn sigruðu Selfyssinga 3-1 og Þróttarar sigruðu Víking frá Ólafsvík 7-0. Á 10. mínútu leiksins fengu Þróttarar vítaspyrnu en spyrnan var laus og Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði. Fyrri hálfleikur var að […]
Gunnar Heiðar stýrir kvennaliði ÍBV í næsta leik

Á vefnum fotbolti.net er greint frá því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson muni stýra liði ÍBV gegn Fylki á þriðjudag þegar liðin mætast í 9. umferð Pepsi Max-deild kvenna. Gunnar Heiðar er fyrrum leikmaður karlaliðsins og er í dag þjálfari KFS. Leit stendur yfir af þjálfara hjá kvennaliði ÍBV en Andri Ólafsson og Birkir Hlynsson létu […]
Eyjamenn sigruðu Suðurlandsslaginn

Eyjamenn tóku á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli í dag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Eyjamenn komust yfir með marki frá Sito í upphafi leiks en á 12 mínútu skoraði fyrrum leikmaður ÍBV, Gary Martin, mark beint úr aukaspyrnu og jafnaði leikinn. Sito skoraði sitt annað mark á 27 mínútu og kom Eyjamönnum í 2-1. Eyjamenn höfðu svo […]