Karlalið ÍBV í fótbolta mætir liði Fram í dag í 12. umferð Lengjudeildarinnar á Framvellinum. Framliðið hefur haft algera yfirburði í deildinni í sumar og unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og situr í toppsætinu með 31 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig en þar á eftir er lið Kórdrengja með 19 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en hægt er að kaupa streymi frá leiknum á lengjudeild.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst