Spænskur miðjumaður og systur frá Selfossi semja við ÍBV

Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025. Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur hann leikið með Bolabítunum frá Bryant háskólanum. Á […]

Breki kveður ÍBV

Breki Ómarsson hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við ÍBV og verður hann ekki áfram hjá félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en gat fengið sig lausan. Breki er 25 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og hefur til þessa […]

Sandra Voitane snýr aftur til ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Sandra Voitane hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út keppnistímabilið 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sandra lék með ÍBV árið 2022 og er öflugur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hún er 24 ára gömul landsliðskona en hún hefur skorað 15 mörk í 60 A-landsleikjum og hefur leikið […]

Arnór Sölvi áfram með ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum. Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að […]

Hallgrímur Heimisson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals

Eyjapeyjinn Hallgrímur Heimisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals næstu þrjú árin. Í facebook færslu segir hann: “Ég er ótrúlega spenntur og þakklátur fyrir þessu nýja hlutverki. Það er mikill heiður að fá mitt fyrsta meistaraflokks-tækifæri hjá liði á þessari stærðargráðu og starfa með Pétri Péturs.” Óskum honum innilega til hamingju! (meira…)

Olga Sevcova framlengir og lánuð til Tyrklands

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV en hún hefur þegar verið lánuð til tyrkneska félagsins Fenerbahce þar sem hún mun leika þar til hún kemur til liðs við ÍBV áður en leiktímabilið 2024 hefst í apríl. Olga er lettnesk landsliðskona sem hefur leikið mjög vel með ÍBV í Bestu […]

Þóra Björg í æfingahóp U20

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Þóru Björgu Stefánsdóttur í æfingahóp sem tekur þátt í undirbúningi U20 kvenna fyrir umspilsleik liðsins gegn Austurríki um laust sæti á HM í Kólumbíu. 25 leikmenn koma saman dagana 17.-19. nóvember. Endanlegur hópur verður valin í framhaldinu og kemur saman til æfinga 25.-26. nóvember, og í […]

Todor Hristov tekur við 2.flokki karla

Fyrir skömmu, var sú akvörðun tekin á milli knattspyrnuráðs ÍBV og Todors Hristov , sameiginlega, að Todor myndi láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Sú ákvörðun var hvorki tekin í flýti né hugsunarleysi. Knattspyrnuráð ÍBV vill koma á framfæri miklum þökkum til Todors, fyrir hans mikilvægu störf í þágu kvennaknattspyrnu í Vestmannaeyjum. Todor tekur […]

Ísey María valin í U15 og Elísabet í U16 æfingahóp

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 25.-27. október. Ísey María Örvarsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í æfingunum. Þessi hópur er mjög sterkur en einungis 28 leikmenn voru valdir. Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U16 hjá KSí hefur valið Elísabet Rut Sigurjónsdóttir í æfingahjóp sem kemur […]

Örlög ÍBV geta ráðist í dag

Þrír leikir fara fram í neðri huta Bestudeildarinnar í dag. Um er að ræða næst síðustu umferðina í deildinni en sú síðasta fer fram laugardaginn 7. október. Andstæðingar ÍBV í dag eru HK og fer leikurinn fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 17:00. ÍBV þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.