Lettneska knattspyrnukonan Sandra Voitane hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út keppnistímabilið 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sandra lék með ÍBV árið 2022 og er öflugur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum.
Hún er 24 ára gömul landsliðskona en hún hefur skorað 15 mörk í 60 A-landsleikjum og hefur leikið 12 leiki í Meistaradeild Evrópu. Samtals hefur hún leikið 37 deildarleiki hérlendis með ÍBV og Keflavík og skorað í þeim 6 mörk
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst