Rekstrarkostnaður leikskólaplássa aukist verulega milli ára

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyja var farið yfir umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála. Framkæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið fór yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið óskar eftir því að það verði útfært […]

Ánægja með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga

Starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundavers sat fróðlegt erindi um kvíða barna og unglinga Þann 26. apríl sl. var sameiginleg fræðsla fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundavers og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, sálfræðingur var með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga. Markmið fræðslunnar var að auka skilning á helstu einkennum kvíða […]

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs óskast

Veistu af áhugaverðum þróunar- og nýbreytniverkefnum í GRV, leikskólum, Tónlistarskóla eða Frístundaveri sem þú vilt vekja athugli á? Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, leiðbeinendur og starfsfólk í leikskólum, Grunnskóla Vestmannaeyja, Tónlistarskóla og Frístund. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, s.s. foreldrar, ömmur og afar, nemendur, stofnanir, samtök, starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, þ.m.t. starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla […]

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Fræðsluráð fundaði á miðvikudag þar fóru fram umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum. Í niðurstaða ráðsins kemur fram að núverandi framtíðarsýn í menntamálum rennur út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. […]

Lögðu fram tillögu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV

Á fundi fræðsluráðs í gæt óskuðu fulltrúar D-listans eftir umræðu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV. Rætt var hugmynd um stækkun húsnæðis Hamarsskóla með það í huga að færa lengda vistun eftir skóla (Frístundaver) og tónlistarnám (Tónlistarskóla Vestmannaeyja) auk salar, eldhúss og matsalar inn í skólann. Upprunaleg grunnmynd af Hamarsskóla gerir ráð fyrir slíka stækkun í […]

Enn tefjast framkvæmdir á húsnæði Kirkjugerðis

Á fundi fræðsluráðs í gær var farið yfirstöðuna á framkvæmdum við Kirkjugerði. Verkið sem átti að taka 1-2 mánuð og unnið að mestu í sumarfríi starfsfólks og kennara er enn ekki búið og klárast í byrjun næsta árs. „Í ár var farið í mikilvægar breytingar á húsnæði Kirkjugerðis og leikskólinn stækkaður um eina deild. Markmið […]

Framkvæmdum ekki lokið nú þegar skólarnir eru að byrja

Vestmannaeyjabær fór í margar endurbætur á skólabyggingum sínum í sumar. Á Kirkjugerði eru miklar framkvæmdir sem og í Barnaskólanum, en einnig er verið að bæta aðstöðuna á Víkinni. Nánast enginn framkvæmd hefur verið kláruð nú þegar skólarnir eru að byrja, en leikskólarnir byrjuðu í morgun. Aðspurður um ástæður fyrir þessu sagði Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og […]