Mari Eyjamaður ársins

Fréttapýramídinn var afhentur í vikunni en að þessu sinni var ekki unnt að halda sérstakt hóf til afhendingar. Eyjafréttir óska öllum handhöfum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.Marinó Sigursteinsson betur þekktur sem Mari Pípari er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins og hlýtur að því tilefni fréttapýramídann 2019. Valið hlýtur Mari fyrir allt […]

Mari pípari er Eyjamaður ársins

Marinó Sigursteinsson betur þekktur sem Mari Pípari er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins og hlýtur að því tilefni fréttapýramídann 2019. Mari er fæddur 7. desember 1952. Hann er sonur hjónanna Sigursteins Marinóssonar pípulagningarmeistara og Sigfríðar Björnsdóttur. Mari er pípulagningarmeistari að mennt og hefur rekið fjölskyldufyrirtækið Miðstöðina frá árinu 1991 og allt til ársins 2017 þegar […]

Hlynur Andrésson er íþróttamaður ársins

Hlynur Andrésson hlýtur Fréttapíramýdann í ár sem íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 að mati Eyjafrétta. Hlynur er 26 ára eyjapeyi og sonur Andrésar Þ. Sigurðssonar og Ásu Svanhvítar Jóhannesdóttur. Það var ekki fyrr en Hlynur varð 19 ára að hlaupaferill hans hófst fyrir alvöru en við heyrðum aðeins í þessum afreksíþróttamanni sem vonast til þess að komast […]

Sighvatur fékk Fréttapýramída fyrir framlag til menningar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson hlýtur Fréttapýramídann fyrir árið 2019 fyrir framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum. Sighvatur vann sér það til frægðar á árinu að frumsýna tvær kvikmyndir um menningarviðburði í Eyjum. Þetta afrek verður líklega seint leikið eftir. Vissulega hefur vinnsla beggja kvikmyndanna staðið yfir í nokkur ár en það er samt mikið verk að ljúka […]

Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn

Hin árlega afhending fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Þetta var í 28. skipti sem fréttapýramídinn var veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinnu hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmanneyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Fjórar viðurkenningar voru veittar. Fyrir framlag […]