Ótrúlega fjölbreyttur starfsferill

Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, hlaut Fréttapýramídann 2024 fyrir framlag sitt til félagsmála, menningarmála og atvinnulífs í Vestmannaeyjum og á landsvísu um áratuga skeið. Arnar fæddist í Vestmannaeyjum 19. nóvember 1943. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1960 og fór að því loknu að vinna í fiski, hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og síðan við heildverslun Heiðmundar bróður […]
Tónleikar þar sem vinir hittast – Eyjatónleikar í Hörpu

„Upphafið má rekja til ársins 2010 þegar ég var að vinna með og fyrir Palla Eyjólfs. Þá kom upp hjá okkur hugmynd um að gera eitthvað til að heiðra minningu Oddgeirs á Þjóðhátíðinni 2011. Við vorum flutt til Eyja og ég hættur hjá Palla. Haustið 2011 átti að opna Hörpuna og ég spyr Guðrúnu hvort […]
Erlingur Richardsson, Arnar Sigurmundsson og hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hlutu Fréttapýramída

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Fréttapýramídinn fyrir framtak í menningarmálum: Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar 2011 […]
Sigurjón Óskarsson og fjölskylda Eyjafólk ársins

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Eyjafólk ársins er Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár. Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar en þá tók […]
Handhafar Fréttapýramídans 2022 – Biggi Gauja – Kveikjum neistann og Páll Zóphónísson

Í hádeginu voru Fréttapýramídarnir afhentir við athöfn í Eldheimum að viðstöddu fjölmenni. Þeir eiga sér áratugahefð, hafa alltaf mælst vel fyrir og er gott framlag á fyrstu dögum ársins. Athöfnin hófst með ræðu Trausta Hjaltasonar, formanns stjórnar Eyjasýnar sem fór yfir gang mála hjá Eyjafréttum á liðnu ári. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta afhendi viðurkenningar og gerði grein fyrir […]
Mest lesið 2022, 3. sæti: Elísabet Arnoddsdóttir Eyjamaður ársins 2021

Nú styttist í að valið fyrir árið 2022 verði kynnt. Þær fréttir vekja alltaf mikinn áhuga. (meira…)
Kristján Ríkharðsson og Margrét Skúladóttir Sigurz hljóta viðurkenningu fyrir framtak ársins í Vestmannaeyjum

Nýbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á húsnæði hafa verið áberandi í Vestmannaeyjum síðustu ár og hafa víða glatt augað. Einn er sá verktaki sem hefur komið inn á fasteignamarkaðinn í Vestmannaeyjum eins og myndarleg vetrarlægð og látið víða til sín taka og er hvergi nærri hættur. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Kristján Ríkharðsson sem […]
Elísabet Arnoddsdóttir Eyjamaður ársins 2021

Elísabet Arnoddsdóttir hlýtur Fréttapíramídann fyrir árið 2021 og er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins fyrir störf sín fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina. Elísabet hefur starfað sem sjálfboðaliði nær alla sína tíð fyrir hin ýmsu félagasamtök og lagt sig fram um að aðstoða hvern þann sem til hennar hefur leitað. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur […]
Magnús er handhafi fréttapýramídans 2020 fyrir framlag til íþróttamála

Hótelstjórinn Magnús Bragason er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar er rætt við Magnús […]
Þóra Hrönn Eyjamaður ársins 2020

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en eins og við höfum áður greint frá opnaði hún nýja fataverslun við Vestmannabraut 37 nú í desember. Þóra Hrönn selur eingöngu notuð föt. Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni […]