Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta.
Eyjafólk ársins er Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár. Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar en þá tók við nýr kafli. Er fjölskyldan í fararbroddi í uppbyggingu laxeldisfyrirtækisins Laxeyjar sem hleypir nýjum krafti í atvinnulíf í Eyjum. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd í sögu Vestmannaeyja sem skapar störf og verðmæti. Fyrir það fá þau Fréttapýramídann 2023.
Nánar verður fjallað um afhendinguna og verðlaunahafa í næsta tölublaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst