„Þurfti heilt eldgos að ég færi héðan“

Fyrr í mánuðinum minntumst við þess að 51 ár er liðið frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót með prompi og prakt. Síðasta áratuginn hefur spákonan Sunna Árnadóttir spáð fyrir gestum og gangandi á Goslokahátíð í Eymundsson, bæði í spil og bolla. Blaðamaður leit inn til […]

Skipað í Gosloknefnd fyrir árið 2024

Tekin var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni skipan Goslokanefndar fyrir árið 2024. Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi goslokanefndar fyrir skipulagningu og umsjón með goslokahátíð Vestmannaeyja árið 2023. Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni að skipa í Gosloknefnd fyrir árið 2024. Sigurhönnu Friðþórsdóttur, Ernu Georgsdóttur, Magnús Bragason, Birgi Níelsen og Dóru Björk Gunnarsdóttur. […]

Dansað, fiskað og róið á laugardaginn – Myndir

Fyrst á dagskrá á laugardaginn var ferð upp á Heimaklett með Svabba og Pétri Steingríms og fóru tæplega fimmtíu manns með í förina. Dorgveiðikeppni SJÓVE var haldin og róið var í tæpar fjórar klukkustundir á planinu við Brothers Brewery til styrktar minningarsjóði Gunnars Karls. Þeir sem áttu leið fram hjá HS veitum tóku eflaust eftir […]

Föstudagurinn festur á filmu

Bærinn iðaði af lífi á föstudaginn enda dagskrá goslokahátíðar þétt og mikil. Listasýningarnar voru á sínum stað og Ísfélagið hélt bæði barnaskemmtun á Vigtartorgi og litahlaup þar sem hlaupið var frá Krossinum við Eldfell og niður á Nausthamarsbryggju. Þátttakendur voru hvattir til þess að mæta í hvítum fötum og þeir litaðir með litapúðri. Ýmsir básar […]

Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]

Bronsbál og svartir svanir í Eldheimum

Ljósmynd: Bjarni Þór Georgsson.

„Fyrir okkur er þetta ótrúlegt svæði að koma og vera og vinna, því hér erum við í svo miklum friði. Við erum bara í stúdíóinu og svo er allt innan seilingar í bænum” segir listamaðurinn Jón Óskar um Vestmannaeyjar í samtali við Eyjafréttir. Hjónin Jón Óskar og Hulda Hákon hafa verið með listasýningu í Eldheimum […]

Góð mæting í göngumessu Landakirkju

Eins og svo oft áður á goslokahátíð var gengin göngumessa frá Landakirkju klukkan ellefu í dag á sunnudegi gosloka. Gengið var í gíg Eldfells og endaði förin á Skansinum þar sem boðið var upp á súpu og brauð frá Einsa Kalda. Þátttaka var góð og lék veðrið við göngugarpa sem margir hverjir voru á stuttermabolnum. […]

Dagskrá dagsins – 9. júlí

Vel heppnuð goslokavika er nú að baki og er dagurinn í dag sá síðasti hátíðarinnar. Sunnudagsdagskrána má sjá hér að neðan. 10:00/11:30/13:00 Friðarhöfn: Skoðunarferðir um seiðaeldisstöð og skipulagðar rútuferðir á landeldissvæði ILFS í Viðlagafjöru. Skráning fer fram á netfanginu goslok@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2066. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-18:00 Akóges: […]

„Þetta er bara eins og gott hjónaband”

Nú stefnir í það sem margir myndu kalla hápunkt goslokavikunnar en í kvöld verður leikið fyrir dansi á Skipasandi langt fram á nótt. Þar eiga Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, Memm og Brimnes eftir að stíga á svið. Eyjafréttir heyrðu í Símoni Geirssyni, einn meðlima rokkhljómsveitarinnar Molda. Hljómsveitina skipa Tórshamar frændurnir þeir Albert […]

Lækningajurtir í elsta fæðingarheimili Íslands

Halldóra Hermannsdóttir

Halldóra Hermannsdóttir er sem stendur með sýningu undir yfirskriftinni „Lífgrös” í elsta fæðingarheimili Íslands, Landlyst á Skansinum. Þar eru til sýnis myndir af lækningajurtum sem vaxa á eyjunni og tóku þátt í að græða hana eftir Heimaeyjargosið. „Þegar þessi hugmynd kom að ég myndi sýna hér á goslokum þá fór ég að hugleiða hvað ég gæti […]