Skólahald með eðlilegum hætti
Ekki er talin þörf á að fresta skólahaldi eða fella niður í dag. Er sú ákvörðun tekin í samráði við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GRV. Þar er einnig tekið fram að:“Eins og kemur fram i reglum um óveður/ófærð meta foreldrar hvort þeir sendi börnin sín í skólann og er skilningur fyrir því […]
Vonskuveður í fyrramálið
Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur […]
Fyrstu niðurstöður Kveikjum neistann lofa góðu um lestur barna

„Kveikjum neistann nálgunin miðar að því að efla lestrarkennslu þannig að nemendur fái öflugan stuðning þegar í upphafi grunnskólagöngu og eigi auðveldara með að öðlast lestrarfærni. Hún snýst um að mæla lestrarfærni barna út frá sjö breytum: Hversu marga stóra bókstafi barnið kann, hversu mörg hljóð stórra bókstafa það kann, hversu mörg hljóð lítilla bókstafa […]
Jólaguðspjallið frá sjónarhóli krakkanna

Hvað minnir meira á jólin en helgileikur nemenda í sjötta bekk Grunnskólans? Hann er árlegur viðburður og gaman að sjá hvað krakkarnir leggja sig mikið fram og ná að kalla fram hina einu sönnu jólastemningu með fallegum leik og söng. Þau sýndu fyrst í Landakirkju síðastliðinn sunnudag og svo fengu nemendur Hamarsskóla og Víkurinnar að […]
Bæjarráð samþykkir tillögu að styttingu vinnutíma kennara

Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Markmið vinnutímastyttingar er […]
Vellíðan – grundvöllur að námi

Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna gerir hvað þau geta til að öllum líði sem […]
Óskastaða að ferlið væri komið lengra

Framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti drög að teikningum að nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs sem fór fram í gær. Í niðurstöðu ráðsins þakkar ráðið kynninguna einnig voru lagðar fram tvær bókanir. Utanaðkomandi aðstæður hafa tafið verkið Fulltrúar E- og H-lista lögðu fram eftirfarandi bókun. “Meirihluti E- og H-lista lýsir yfir ánægju með að drög […]
Leitað að þátttakendum í Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum 11–12 ára (í 6.–7. bekk) fyrir nýja þáttaröð af spurningaþættinum Krakkakviss. Þrír keppendur eru saman í liði og keppa fyrir hönd þeirra íþróttafélaga sem þau styðja. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í nóvember og hefjast sýningar í janúar 2023. Stjórnendur Krakkakviss eru Berglind Alda […]
Rebekka Rut að byrja í tíunda bekk

Rebekka Rut Rúnarsdóttir er fædd 2007 og fer í tíunda bekk GRV á komandi skólaári. Hún er ánægð með árin níu sem hún hefur stundað nám við skólann. Sátt við kennarana og hún hlakkar til að setjast í tíunda bekk sem markar tímamót í lífi ungmenna á Íslandi. „Helsti kostur skólans er fjölbreytt nám og […]
Matís – Leynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla?

Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022- 2023. […]