Röddin-upplestrarkeppni

Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk á sér langa og farsæla sögu. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn hafa staðið að keppninni frá árinu 1996 en tilkynntu að veturinn 2020-2021 yrði síðasta skólaárið sem samtökin stæðu fyrir keppninni. Þau hafa hvatt sveitarfélög til að halda keppninni áfram og veitt góðan stuðning til þess. Ekki er […]

Eitt tæki á hvern nemanda

Spjaldtölvuinnleiðing GRV var til umræðu á fundi bæjarstórnar í vikunni sem leið en fram kom í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar að bæjarstjórn fagnar þeim mikla áfanga að eitt tæki sé nú á hvern nemanda hjá GRV og þakkar þeim sem komið hafa að innleiðingastefnunni og innleiðingunni sjálfri. Tekin var ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann í upphafi […]

Allir komnir með spjaldtölvu

Spjaldtölvuinnleiðing Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu áfundi fræðsluráðs á mánudag. Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri, kynnti stöðuna á spjaldtölvuinnleiðingu GRV. Markmiði um tæki á nemanda hefur verið náð sem er afar ánægjulegt. Þá sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefni eru fjölbreyttari. Í niðurstöðu sinni […]

Formlegt skólahald hefst klukkan níu

Enn er mikið hvassviðri í Eyjum og appelsínugul viðvörun í gangi. Stefnt er að því að formlegt skólahald við GRV hefist kl. 9:00. Skólinn verður samt sem áður opin frá 7:45 eins og venjulega. Nemendur verða ekki sendir í frímínútur eða íþróttir meðan veðrið er vont. Lögreglan í Vestmannaeyjum varar gangandi vegfarendur við því að […]

Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 aflétt

Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 hefur verið aflétt með gildistöku nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir. Breytingin felur í sér rýmkun á sóttvarnareglum, fjöldatakmörk verða 200 manns og heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við […]

Bólusetning fyrir 5-11 ára börn

Bólusetning gegn Covid-19 fyrir 5-11 ára börn fer fram í dag fimmtudaginn 3. febrúar í Hamarsskóla sem hér segir. 2. bekkur kl 13.30 1. bekkur kl. 13.50 3. bekkur kl. 14.10 4. bekkur kl. 14.30 5. bekkur kl. 14.50 6. bekkur kl. 15.10 Víkin kl. 15.30 Þau börn sem eru að koma í seinni sprautuna […]

Styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, kynnti helstu á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar. Ráðið þakkaði kynninguna. “Þessi úttekt styrkir skólann í […]

Forhönnun hafin á viðbyggingu

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðuna. Forhönnun er hafin og er framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í samskiptum við arkitekt með þá vinnu. Unnið er m.a. að samræmingu gagna frá faghópi. Verkefnið er formlega komið til byggingarnefndar sem er bæjarráð. Þegar forhönnun […]

Bjartey Ósk sigurverari í friðarveggspjaldakeppni Lions

Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina. Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða Við erum öll tengd. Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd […]

Staðan á nýbyggingu við Hamarsskóla

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið stöðu mála er varðar nýbyggingu við Hamarsskóla og hlutverk byggingarnefndar fyrir bæjarráði. Búið er að vinna að þarfagreininingu og er unnið að undirbúningi forhönnunar. Hallur Kristvinsson arkitekt hefur sent drög að húsrýmisáætlun sem verið er að vinna. Að lokinni forhönnun er […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.