Röddin-upplestrarkeppni

Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk á sér langa og farsæla sögu. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn hafa staðið að keppninni frá árinu 1996 en tilkynntu að veturinn 2020-2021 yrði síðasta skólaárið sem samtökin stæðu fyrir keppninni. Þau hafa hvatt sveitarfélög til að halda keppninni áfram og veitt góðan stuðning til þess. Ekki er […]

Eitt tæki á hvern nemanda

Spjaldtölvuinnleiðing GRV var til umræðu á fundi bæjarstórnar í vikunni sem leið en fram kom í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar að bæjarstjórn fagnar þeim mikla áfanga að eitt tæki sé nú á hvern nemanda hjá GRV og þakkar þeim sem komið hafa að innleiðingastefnunni og innleiðingunni sjálfri. Tekin var ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann í upphafi […]

Allir komnir með spjaldtölvu

Spjaldtölvuinnleiðing Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu áfundi fræðsluráðs á mánudag. Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri, kynnti stöðuna á spjaldtölvuinnleiðingu GRV. Markmiði um tæki á nemanda hefur verið náð sem er afar ánægjulegt. Þá sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefni eru fjölbreyttari. Í niðurstöðu sinni […]

Formlegt skólahald hefst klukkan níu

Enn er mikið hvassviðri í Eyjum og appelsínugul viðvörun í gangi. Stefnt er að því að formlegt skólahald við GRV hefist kl. 9:00. Skólinn verður samt sem áður opin frá 7:45 eins og venjulega. Nemendur verða ekki sendir í frímínútur eða íþróttir meðan veðrið er vont. Lögreglan í Vestmannaeyjum varar gangandi vegfarendur við því að […]

Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 aflétt

Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 hefur verið aflétt með gildistöku nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir. Breytingin felur í sér rýmkun á sóttvarnareglum, fjöldatakmörk verða 200 manns og heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við […]

Bólusetning fyrir 5-11 ára börn

Bólusetning gegn Covid-19 fyrir 5-11 ára börn fer fram í dag fimmtudaginn 3. febrúar í Hamarsskóla sem hér segir. 2. bekkur kl 13.30 1. bekkur kl. 13.50 3. bekkur kl. 14.10 4. bekkur kl. 14.30 5. bekkur kl. 14.50 6. bekkur kl. 15.10 Víkin kl. 15.30 Þau börn sem eru að koma í seinni sprautuna […]

Styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, kynnti helstu á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar. Ráðið þakkaði kynninguna. “Þessi úttekt styrkir skólann í […]

Forhönnun hafin á viðbyggingu

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðuna. Forhönnun er hafin og er framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í samskiptum við arkitekt með þá vinnu. Unnið er m.a. að samræmingu gagna frá faghópi. Verkefnið er formlega komið til byggingarnefndar sem er bæjarráð. Þegar forhönnun […]

Bjartey Ósk sigurverari í friðarveggspjaldakeppni Lions

Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina. Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða Við erum öll tengd. Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd […]

Staðan á nýbyggingu við Hamarsskóla

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið stöðu mála er varðar nýbyggingu við Hamarsskóla og hlutverk byggingarnefndar fyrir bæjarráði. Búið er að vinna að þarfagreininingu og er unnið að undirbúningi forhönnunar. Hallur Kristvinsson arkitekt hefur sent drög að húsrýmisáætlun sem verið er að vinna. Að lokinni forhönnun er […]