Stórleikur í Vestmannaeyjum í kvöld

Það má búast við hörku leik í kvöld klukkan 18:00 þegar ÍBV stelpurnar taka á móti Stjörnukonum í margfrestuðum leik. Einu stigi munar á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar. Liðin mættu síðast á föstudaginn þar sem ÍBV vann Stjörnuna með eins marks mun, 23:22, og þar með sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins […]

Gabríel Martinez framlengir

Enn er penninn á lofti í Týsheimilinu og nú hafa Gabríel Martinez Róbertsson og handknattleikdeild ÍBV undirritað nýjan tveggja ára samning. Gabríel er 23 ára gamall hægri hornamaður sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur tekið stór skref í sínum leik undanfarin ár en á sínum yngri árum lék hann með yngri landsliðum Íslands. (meira…)

Dagur framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið hefur samið við Dag Arnarsson um framlengingu á samningi hans sem gildir til næstu tveggja ára. Dagur er frábær leikstjórnandi og hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár. Hann er 25 ára og hefur leikið með félaginu alla sína tíð. […]

Öllu frestað

Vegna samgangna þarf að fresta tveimur leikjum í OIís deildum karla og kvenna sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag, annars vegar ÍBV – Selfoss í Olís deild karla og hins vegar ÍBV – Stjarnan í Olís deild kvenna. Leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna verður leikinn þriðjudaginn 14. Febrúar kl.18.00 […]

Sveinn José framlengir

Sveinn José Rivera hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV en þar segir en fremur. “Sveinn José er öflugur 24 ára gamall línumaður sem kom til liðs við ÍBV haustið 2020. Hann hefur verið mjög vaxandi í sínum leik og er frábær liðsmaður. Það eru gleðitíðindi […]

Erlingur hættir eftir tímabilið

Erlingur Richards­son mun láta af störfum sem þjálfari karla­liðs ÍBV í hand­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings. Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja […]

Toppslagur í Eyjum en frestað fyrir vestan

Það má búast við hörku leik í dag þegar ÍBV stelpurnar taka á móti liði Fram í íþróttamiðstöðinni. Lið Fram er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ÍBV í 2. sæti. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Leik Harðar og ÍBV hefur verið frestað. Ekkert flug er milli Vestmannaeyja og Ísafjarðar í dag. Nýr leiktími verður […]

ÍBV á þrjú lið í bikarkeppni yngri flokka

Á dögunum var dregið í átta liða úrslit yngri flokkana í Powerade-bikarkeppninni í handknattleik. ÍBV átti þrjú lið í pottinum en eftirtalin lið drógust saman. 3. flokkur karla: Haukar – Stjarnan. KA – Afturelding. Selfoss – FH. Valur – Fram. Leikirnir eiga að fara fram 7. febrúar. 3. flokkur kvenna: Selfoss – Valur. ÍR – […]

Fyrsti heimaleikur ársins

Það er víðar leikinn handbolti en í Svíþjóð því fyrsti heimaleikur kvennaliðs ÍBV á þessu ári verður í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Stelpurnar okkar hafa verið á góðu róli og hafa sigrað 2 efstu lið deildarinnar í byrjun árs. Þær sitja nú í 2.sætinu, aðeins stigi á eftir Val. Leikurinn hefst klukkan 14.00 […]

Olísdeild kvenna – Áttundi sigur ÍBV í röð

„ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir Val. Stjarnan er með 16 stig í þriðja sæti. ÍBV hefur nú unnið átta leiki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.