Það má búast við hörku leik í kvöld klukkan 18:00 þegar ÍBV stelpurnar taka á móti Stjörnukonum í margfrestuðum leik. Einu stigi munar á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar. Liðin mættu síðast á föstudaginn þar sem ÍBV vann Stjörnuna með eins marks mun, 23:22, og þar með sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik kvenna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst