Sænskur leikmaður til ÍBV

Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sävehofs og vefurinn handbolti.is greindi fyrst frá. Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er 19 ára gömul og hefur leikið 12 U-landsleiki […]

Dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV

Hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV verður á morgun, mánudaginn 4.janúar. Handboltafólk fer af stað um klukkan 18:00 og er fólk hvatt til þess að setja pokana út fyrir hjá sér. Ef þú lendir í því einhverra hluta vegna að pokarnir séu ekki sóttir hjá þér getur þú haft samband við Davíð í s: 846-6510 eða […]

Handboltaskóli milli hátíða

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir handboltaskóla í samstarfi við Krónuna og Vestmannaeyjabæ. Skólinn verður dagana 28.-30.desember og er fyrir krakka í 3.-8.bekk. Hópnum verður skipt í tvennt, 3.-5.bekkur verða saman og 6.-8.bekkur saman. Skólinn samanstendur af 6 æfingum fyrir báða aldurshópana, 2 á dag, ásamt því að 1 fyrirlestur verður fyrir eldri hópinn. Þjálfar á námskeiðinu […]

KFS er þriðja söluhæsta félagið hjá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu […]

Elliði og Kári í 21 manna HM hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]

Mark Elliða meðal þeirra glæsilegustu í nóvember

Í hverjum mánuði er hægt að greiða atkvæði um glæsilegustu mörkin í þýska handboltanum. Eyjamaðurinn síkáti Elliði Snær Viðarsson á eitt þessara marka sem hann skoraði fyrir lið sitt VFL Gummersbach gegn HSV Hamburg á dögunum. Hver sem er getur tekið þátt og kosið. Mark Elliða er númer sex á síðunni og er sem stendur […]

Hákon Daði í úrvalsliði EHF – myndband

Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir leik sinn með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen í síðustu viku. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag ásamt myndskeiðinu sem er hér að neðan. Þar er Hákon ekki í amalegum félagsskap en meðal […]

Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]

Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]