Allt undir í dag

ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag. ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. […]
Erlingur hættur með Sádi-Arabíu

Staðfest er að Erlingur Richardsson er hættur sem landsliðsþjálfari Sádi- Arabíu í handbolta. Í tilkynningu frá Rúv segir: „Samningurinn var útrunninn, fá verkefni framundan og krafa um að ég þyrfti að búa í Sádi-Arabíu ef ég gerði nýjan samning. Ég hafði ekki áhuga á því,“ sagði Erlingur við RÚV. Hann tók við þjálfun liðsins í […]
Grótta í heimsókn

Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum. […]
Mæta Haukum á útivelli

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik eftir EM pásu gegn Haukum á þeirra heimavelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna truflana á samgöngum. ÍBV situr um þessar mudir í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Leikurinn hefst á Ásvöllum klukkan 16:00. (meira…)
Leikir morgundagsins frestast

Leik Hauka og ÍBV í Olís karla hefur verið frestað vegna þess að ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka tíð, Leikurinn fer því fram sunnudadinn 4.febrúar 16:00. Leik ÍBV og Hauka í Olís deild kvenna hefur verið frestað þar sem Haukar komast ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð. Nýr […]
Elliði Snær grófastur á EM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur lokið leik á EM í ár. Sitt sýnist hverjum um árangur liðsins en tölfræði liðsins segir þó sína sögu. Það vekur athygli að Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson kemst víða á blað. Elliði var í 9. sæti yfir bestu varnarmenn mótsins út frá tölfræðiþáttum með þrjú varin skot skráð og fjóra […]
Mæta Stjörnunni

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 14. umferð Olísdeild kvenna í dag. Stjarnan vann fyrri leik liðana í Garðabæ í haust. Fyrir leiki dagsins situr ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig úr 13 leikjum. Stjarnan er hins vegar í næst neðsta sætinu með 5 stig. Flautað verðu til leiks klukkan 13.00. (meira…)
Það er alltaf möguleiki

Þó að augu flestra handknattleiksáhugamanna beinist um þessar mundir að Þýskalandi þá hefjst einnig Asíuleikarnir í Barein í dag. Þar eiga Eyjamenn sína fulltrúa sem standa í ströngu í dag. Erlingur Richardsson þjálfari Sádí Arabíu hefur leik í dag þegar hann mætir Degi Sigurðssynin og félögum frá Japan. Erlingur er ekki eini Eyjamaðurinn á svæðinu […]
Fyrsti heimaleikur ársins í dag

Fyrsti heimaleikur ársins er í dag þegar stelpurnar fá ÍR í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í dag. (meira…)
Dósasöfnun handknattleiksdeildar í kvöld

Þann 8. janúar 2024 verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Gera má ráð fyrir því að okkar fólk fari af stað upp úr klukkan 18:00. Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er hægt að […]