Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins

Blaðamaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson birti í morgun grein á ruv.is um flottustu fótboltavelli Íslands fyrir íþróttadeild RÚV. Það kemur fáum á óvart að Hásteinsvöllur var valinn flottasti völlur landsins af einvala hópi álitsgjafa. Þá voru Týsvöllur og Helgafellsvöllur einnig teknir fyrir. Hópinn skipa: Andri Geir Gunnarsson, annar helmingur fótbolta- og lífsstílshlaðvarpsins Steve Dagskrá Arna Sif […]

Hásteinsvöllur – Gervigras og flóðlýsing

Samkvæmt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ári stendur til að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll haustið 2024 til að uppfylla m.a. þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla og vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar. „Tilgangurinn er að auka nýtingu á vellinum, bæði fyrir æfingar og keppni fyrir alla iðkendur. Unnið er áfram að undirbúniningi verkefnisins og öll […]

Viðaukar við fjárhagsáætlun

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 voru til umræðu á fundi ráðsins í vikunni sem leið. Lagður var fyrir bæjarráð 1. viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Um er að ræða viðauka vegna þriggja framkvæmda sem eru í gangi. Í fyrsta lagi vegna áframhaldandi framkvæmda við viðbótarhúsnæði á Sóla að fjárhæð 25 m.kr. Í öðru lagi vegna endurbóta á […]

8 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna

Fjögur lið spila í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í dag. ÍBV fær Stjörnuna til sín og hefst leikurinn kl. 17:30 á Hásteinsvelli. Stjarnan er í öðru sæti Bestu deildar með 16 stig, en ÍBV í því sjötta, með 14 stig. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld og stuðningur heimamanna […]

Upplýsingafundur um gerfigras í dag

ÍBV íþróttafélag heldur opinn upplýsingafund í dag kl 19:00 í Akóges. Á fundinum verður fjallað um væntanlegar framkvæmdir við Hásteinsvöll sem hefjast að tímabili loknu. Til fundarins koma: Bjarni Þór Hannesson, grasvallasérfræðingur Brynjar Harðarson, stýrði gervigrasvæðingu Vals Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Garðabæjar Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR (meira…)

Er rétt að setja gervigras á Hásteinsvöll?

Mér finnst ástæða til að velta upp þessari spurningu vegna þeirrar ákvörðunar, sem mér sýnist að tekin hafi verið, um að leggja gervigras á Hásteinsvöll í haust. Ekki ætla ég að reyna að halda því að fram að ég sé einhver sérfræðingur á þessu sviði en ég hef hlustað, með athygli, á þau rök sem […]

Vestmannaeyjabær afhendir ÍBV nýja leikmannaaðstöðu við Hásteinsvöll til afnota

Nýir búningsklefar og önnur aðstaða leikmanna og starfsfólks knattspyrnuleikja í áhorfendastúkunni við Hásteinsvöll, verður til sýnis í dag föstudaginn 8. apríl frá kl. 16:00-18:00.  Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, […]

KSÍ styrkir byggingu búningsklefa við Hásteinsvöll

Á fundi stjórnar KSÍ 18. júní síðastliðinn kynnti Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar yfirferð og tillögu nefndarinnar um úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ 2020. Stjórnin fór ítarlega yfir tillögu mannvirkjanefndar og yfirfór einnig þær umsóknir sem fengu ekki úthlutanir. Stjórn KSÍ samþykkti neðangreinda úthlutun styrkja til þeirra samþykktu umsókna sem byggja á niðurstöðu skorkorts nefndarinnar.  Alls er […]

Byrjað að steypa við stúkuna

Hafist var handa í mogun að steypa viðbyggingu við áhorfendastúku við Hásteinsvöll. Í viðbyggingu verður komið fyrir búningklefum ásamt aðstöðu. Það er verktaka fyrirtækið Steini og Olli sem annast framkvæmdina en áætlað er að taka aðstöðuna í gagnið í sumar skv. því sem kemur fram á heimasíðu ÍBV, ibvsport.is. (meira…)