Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 voru til umræðu á fundi ráðsins í vikunni sem leið. Lagður var fyrir bæjarráð 1. viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Um er að ræða viðauka vegna þriggja framkvæmda sem eru í gangi. Í fyrsta lagi vegna áframhaldandi framkvæmda við viðbótarhúsnæði á Sóla að fjárhæð 25 m.kr. Í öðru lagi vegna endurbóta á aðstöðu í dagdvöl aldraðra á Hraunbúðum að fjárhæð 15 m.kr. og í þriðja lagi vegna girðinga og annarrar aðstöðu við Hásteinsvöll að fjárhæð 24,5 m.kr.
Viðbótarfjárheimildir vegna umræddra mála verði fjármagnaðar með eigin fé bæjarsjóðs. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 var samþykktur samhljóða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst