Leggja til sjálfstæða sjúkrastofnun í Eyjum

Meðal erinda á fundi bæjarstjórnar í gær voru heilbrigðismálin, en eins og fram hefur komið opinberlega hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum. Stofnunin rekur sjúkradeild, heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum og fram kemur í fundargerð að reynslan hefur sýnt fram á mikla annmarka á því […]

Bólusetning vegna Covid

Næsta bólusetning við Covid 19 verður miðvikudaginn 13. júlí á heilsugæslunni og er fólk beðið um að skrá sig í síma: 432-2500. Enn er covid í gangi í samfélaginu og viljum við hvetja fólk 80 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að mæta í örvunarbólusetningu, það er 4 bólusetningu. Einnig hvetjum við […]

Nýtt fjármögnunarkerfi heilsugæslu á landsbyggðinni

Um síðustu áramót tók gildi nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Þetta er liður í að innleiða þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu um allt land í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Nýja kerfið byggist í meginatriðum á sömu þáttum og liggja til grundvallar fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem innleitt var árið 2017 og hefur gefið góða raun. […]

Sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að unnið sé að því að tryggja sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Sjúkratryggingar greiddu í fyrra 546 milljónir króna í ferðakostnað fólks sem þurfti að sækja þjónustu sérfræðilækna utan heimabyggðar. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá manni á Austurlandi sem hefur í heilt ár reynt að […]

Símaviðtöl vegna Covid 19 á heilsugæslunni yfir páskana

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru og langrar helgi framundan hefur verið ákveðið að bjóða upp á símaviðtal við hjúkrunarfræðing yfir páskahelgina. Símatímar eru dagana 9 – 13 apríl, kl 11:00 – 11:30 í síma 4322510 Þessir símatímar eru ætlaðir einstaklingumi með einkenni sem gætu bent til Covid 19 smits; hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, […]

“Sumar” lokanir á HSU – nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta

Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í gær. Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá […]

Blóðbankinn í Vestmannaeyjum 16. og 17. September

Opið verður í blóðsöfnun á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum: 16. September kl. 11:30-18:00 og 17. September kl 8:30-14 Verið velkomin til okkar nýir sem vanir blóðgjafar. Hlutverk Blóðbankans er að veita örugga blóðbankaþjónustu á landsvísu. Einnig veitir Blóðbankinn þjónustu vegna fruma og vefja, líffæraflutninga og stofnfrumumeðferðar. Blóðbankinn stuðlar að nýjungum og framförum með kennslu og rannsóknum […]

Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Díönu Óskarsdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til næstu fimm ára. Ákvörðun ráðherra er tekin að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra  heilbrigðisstofnana. Sex sóttu um stöðuna. Díana er með BS gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og hefur að auki stundað nám í […]

Mikið af fyrirspurnum um bólusetningar gegn mislingum

Mikið hefur verið um fyrirspurnir frá fólki síðustu daga um það hvort það hafi verið bólusett fyrir mislingum á árum áður. Mikið af þessum upplýsingum eru í eldri pappírssjúkraskrám og eru ekki aðgengilegar sem stendur. Vegna anna starfsfólks þessa dagana, m.a. í tengslum við mislingafaraldurinn er ekki hægt að verða almennt við svona fyrirspurnum samdægurs […]

Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli

Kæra samstarfsfólk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri.  Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er […]