Kafarar trufluðu aðsiglingu Herjólfs

Herjólfur þurfti skyndilega frá að hverfa og taka beygju í aðsiglingu sinni í Landeyjahöfn nú fyrir skemmstu þar sem kafarar voru við störf innan hafnar. Farþegi sem Eyjafréttir ræddi við sagði um óþægilega upplifun hafi verið að ræða og fólki um borð hafi brugðið við hamaganginn. Herjólfur komst þó fljótlega inn í höfnina kemur atvikið […]

Ferðum Herjólfs fjölgar aftur

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á áætlun Herjólfs ohf. undanfarnar vikur eins og samfélagið allt í Vestmannaeyjum hefur fundið fyrir. Nú þegar aflétting samkomubanns hefst er mikilvægt að mæta eins og kostur er þörfum íbúa og lögaðila um frekari siglingatíðni. Því hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið breytingar á siglingaáætlun í tveimur áföngum, sem hér segir: […]

Fyrsta árið gott þó gengið hafi á ýmsu

Um síðustu mánaðarmót var ár liðið frá því að Herjólfur OHF. tók formlega við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja. Við ræddum við Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs að þessu tilefni og ræddum við hann um liðið ár, aðstæðurnar í samfélaginu og horfurnar fram undan. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Guðbjart, […]

Hjartnæm kveðja frá Herjólfi

Áhafnar meðlimir á Herjólfi fóru að fordæmi flugstjóra Iceland Air og sendu starfsfólki framlínu hjartnæma kveðju í dag. “Vestmannaeyjar er einstakt samfélag, síðustu vikur hafa verið fordæmalausar og ljóst er að okkar framlínufólk í hinum ýmsu störfum er framúrskarandi.” Á þessum orðum hefst færsla á facebook síðu Herjólfs þar sem Herjólfur ohf vill koma þökkum […]

Slipptöku Herjólfs frestað

Til stóð að Herjólfur færi í slipp í lok apríl en af því verður ekki vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Um ábyrgðarskoðun er að ræða en ekki liggur ný tímasetning fyrir eða hversu lengi skipið verður úr umferð þegar þar að kemur að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar framkvæmdastjóra Herjólfs OHF. Ýtarlegt viðtal er við Guðbjart í […]

Nýr landgangur fyrir Herjólf

Unnið er að útboði á uppsetningu á nýrri landgöngubrú fyrir Herjólf. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir. Landgangurinn var smíðaður í Póllandi og kom með skipinu til landsins á síðasta ári. Ekki hefur unnist tími til að setja upp nýja landganginn en til stendur að koma honum upp nú þegar […]

Engin ferð með Herjólfi í dag – sýni til rannsóknar fóru með flugi

Engar ferðir verð sigldar milli lands og Eyja í dag þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur ohf sendi frá sér rétt í þessu. Stefnt er á siglingu til Þorlákshafnar á morgun 24.03.20 Brottfor frá Vestmannaeyjum kl: 09:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl: 12:00 Sýni til rannsóknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum fóru með flugi í […]

Breyting á áætlun Herjólfs og veitingasala lokar

Í ljósi aðstæða hefur verið ákveðið að breyta siglingaáætlun Herjólfs frá og með miðvikudeginum 18.mars nk. falla niður ferðir kl: 22:00 frá Vestmannaeyjum og 23:15 frá landeyjahöfn úr áætlun tímabundið. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar haldast öruggu ferðirnar þær sömu en brottfarartímar breytast. 17:00 ferðin færist til 15:30 frá Vestmannaeyjum. 20:45 ferðin færist til 19:15 […]

Ábending til farþega

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 vill Herjólfur ohf koma á framfæri: Komi til þess að einstaklingur sem eru að koma af þeim svæðum sem skilgreind eru sem hættusvæði, einstaklingar sem hafa verið í sóttkví eða einstaklingar sem sýna flensueinkenni, þurfi að ferðast milli lands og Eyja, skal áður en til brottfarar […]

Samkomubann hefur ekki áhrif á farþegafjölda í Herjólfi

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. […]