Eyjakvöld í Höllinni

Loksins, loksins, ….eftir langa bið Eyjakvöld í Höllinni föstudaginn 8.apríl 2022 kl 21:00 Nú höldum við af stað í 12. vertíð Eyjakvöldanna sívinsælu. Meðal nýjunga verða Lúkarsvísur, kvæði um Sævar í Gröf og þá munum við frumflytja lagið “Mitt uppáhalds lag” eftir sjálfan Binna í Gröf auk gömlu góðu Eyjalaganna. (meira…)

Karlakvöld, konukvöld og ball

Hið árlega karlakvöld verður haldið þann 1. apríl og verður veislustjóri hinn eini sanni Gummi Ben. Þá mun Maggi í Stuðlabandinu vera með tónlistaratriði og ræðumaður kvöldsins verður enginn annar er bjargvætturinn Martin Eyjólfsson. Einnig verða lið ÍBV fyrir sumarið kynnt með pompi og prakt. Leynigestur mun einnig kíkja á svæðið. Boðið verður upp á […]

Tilkynning frá Jóni og Frikka: Febrúartónleikum frestað!

Kæru Eyjamenn Því miður verðum við bræður að fresta komu okkar til eyja enn eina ferðina. Þessi blessaða veira ákvað einmitt að kíkja í heimsókn á versta tíma. Þetta er eins og í lygasögu. Síðast herjaði þetta á eldri en nú er það lilli bró og fjölskylda sem verður fyrir barðinu. Við stefnum á að […]

Tilkynning vegna tónleika – Átt þú kannski ekki miða eins og þú heldur?

Kæru ÍBV-arar. Nú styttist óðum í Febrúartónleika ÍBV en þeir verða nk. laugardag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast 20.30. Er þetta þriðja tilraunin til að halda tónleika með þeim bræðrum og kann að vera að einhver hafi áður keypt miða sem nú hafa verið endurgreiddir. Þann 4. jan fengu allir sem höfðu keypt […]

Aðventusíld ÍBV

Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður […]

Líf og fjör á Herrakvöldi ÍBV (myndir)

Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í Höllinni föstudagskvöldið. Góður andi var í húsin en margir gesta höfðu ekki komið í Höllina um langt skeið. Veislustjórn var í höndum Rikka G og fórst það íþróttalýsandanum vel úr hendi. Júníus Meyvant sá um tónlistaratriði og var enginn svikinn af því frekar en veitingum frá Einsa Kalda. Á dagskrá voru einnig heimatilbúin skemmtiatriði í bland við happdrætti, uppboð og […]

Herrakvöldi knattspyrnudeildar ÍBV í kvöld

Það verður sannkallað stuð á Herrakvöldi ÍBV knattspyrnu sem fram fer í Höllinni í kvöld. Útvarpsmaðurinn og lýsandinn Rikki G verður veislustjóri og Júníus Meyvant mun vera með heimsklassa tónlistaratriði eins og hans er von og vísa. Þá verður happdrætti, uppboð og fullt af skemmtilegum bjórleikjum. En talandi um það, þá fellur snjórinn einnig þann […]

Innileg fjöldagleði á árshátíð VSV

Það var kominn tími á að gera sér dagamun og menn gerðu það sannarlega á glæsilegri árshátíð Vinnslustöðvarinnar um helgina. Veirufaraldurinn svipti okkur þessum árlega gleðskap í fyrra en nú small allt. Samkoman tókst líka svona ljómandi vel. Gestir og starfsmenn í Höllinni brostu hringinn, skemmtikraftar fóru á kostum og hljómsveitin Made-in sveitin lék við hvurn sinn […]

Fyrsti viðburðurinn kominn í sölu!

Verið er að setja saman glæsilega vetrardagskrá í Höllinni og er nú fyrsti viðburður nýrra rekstaraðila kominn í sölu en grínistinn geðugi Ari Eldjárn ríður á vaðið með glænýju efni. https://tix.is/is/event/12092/ari-eldjarn-profar-nytt-grin/  Hægt verður að fylgjast með öllu er viðkemur Höllinni á Facebook og hvetjum við Eyjamenn til að láta sjá sig, því nú verður kátt í […]

Daníel og Svanur nýir rekstraraðilar

Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?” Daníel hafi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.