Stærsti mánuður í farþegafjölda frá upphafi
Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund ráðsins og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum, fjölda farþega og verkefni framundan. Alls voru 89.771 farþegar í júlímánuði einum, sem er stærsti einstaki mánuður í farþegafjölda […]
Herjólfur losar hundraðfalt meira á olíu
Bilun kom upp í Vestmannaeyjalínu 3 þann 30. janúar og Vestmannaeyjar fá nú rafmagn að hluta í gegnum varaafl. Stór hluti af rafmagnsnotkun í Vestmannaeyjum er skilgreind sem skerðanleg orka. Það þýðir að hluti atvinnulífs, húshitun o.fl. eru nú rekin á olíu með tilheyrandi viðbótarkostnaði og umhverfismengun. Þessi rafmagnsskortur hefur miklar afleiðingar víða í Vestmannaeyjum. […]
Varahlutir væntanlegir til landsins í dag
Herjólfur þurfti óvænt að fara aftur í slipp þegar upp kom bilun eftir að skipið hafði verið tekið niður úr þurrkvínni í Hafnarfirði í síðustu viku. Nú er verið að bíða eftir varahlutum til þess að ljúka við þær viðgerðir sem nauðsynlegar eru. “Þeir eru farnir út úr húsi hjá framleiðanda í Hollandi og vonast […]
Herjólfur IV í sjö ferða áætlun sunnudaginn
“Framkvæmdir ganga vel og eru á lokametrunum, skipið fór niður úr dokkinni í gærkvöldi og unnið er að lokafrágangi við bryggju í Hafnarfirði,” sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir en Herjólfur IV hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan 10. október. Skipið verður komið til Vestmannaeyja á laugardaginn og þá fer […]
Góð langtímaspá – 4 dagar
Búist er við fjölmenni á Þjóhátíð í ár og miðasala gengur vel samkvæmt Herði Orra Grettissyni, formanni Þjóðhátíðarnefndar. „Það er mikil tilhlökkun. Það er langt síðan síðast og allir bara mjög spenntir. Langtímaveðurspáin í dag er líka mjög góð, það gefur okkur byr undir báða vængi að þetta verði bara stórkostleg Þjóðhátíð.“ Þetta kemur fram […]
Undirbúningur fyrir hraðprófun Þjóhátíðargesta var hafinn
Hörður Orri Grettisson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir höggið hafa verið mikið þegar örlög Verslunarmannahelgarinnar lágu fyrir. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta var erfitt að horfast í augu við. Maður er vanur því að þessi síðasta vika fyrir Þjóðhátíð sé mjög krefjandi en það er ljósið við enda ganganna sem heldur manni gangandi og verðlaunar […]
15 smitaðir um borð í Herjólfi
Fimmtán erlendir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greindust allir smitaðir af Covid-19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var í Heimaey. Frá þessu er greint á mbl.is. „Það voru farþegar í gær sem voru að ferðast frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fengu símtal eftir að þeir komu til eyja […]
Fyndist eðlilegt að fá styrk frá ríkinu
Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina skoða það að sækja um ríkisstyrk eftir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyjum annað árið í röð eftir að innanlandstakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef mbl.is í morgun „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en […]
Bergur-Huginn styrkir íþróttastarf og færir Grunnskólanum gjöf
Nú nýverið afhenti Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, myndarlegan fjárstyrk til styrktar íþróttastarfi í Eyjum. Arnar segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bergur-Huginn vilji leggja sitt af mörkum til að unnt sé að halda uppi öflugu íþróttastarfi hjá ÍBV enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í samfélaginu. Heimasíðan […]
Hörður Orri nýr framkvæmdastjóri Herjólfs
Staða framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. var auglýst laus til umsóknar á dögunum og var umsóknarfrestur til og með 5. desember sl. Samkvæmt auglýsingunni hefur framkvæmdastjóri Herjólfs umsjón með stjórnun og rekstri félagsins í samvinnu við stjórn Herjólfs ohf. Alls sóttu 38 einstaklingar um starfið; 4 konur og 34 karlar. Stjórn Herjólfs ohf. þakkar þeim sem sóttu […]