Óska eftir samtali við ráðamenn um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Samráðshópur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), Hollvinasamtaka Hraunbúða, fulltrúa aðstandenda heimilisfólks, Félags eldri borgara og Vestmannaeyjabæjar um málefni Hraunbúða, hefur tekið til starfa og fundaði síðast þann 22. mars sl. Fyrirhugað er að halda slíka fundi mánaðarlega. Hlutverk hópsins er að tryggja að sem flestir sem […]

Opnun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm og ráðning iðjuþjálfa

Fimm sérhæfð dagdvalarrými fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm hafa verið opnuð í dagdvölinni og bætast við þau 10 almennu dagdvalarrými sem fyrir voru. Dagdvalarrými fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm eru sérstök dagdvalarrými sem ætluð eru einstaklingum sem greinst hafa með heilabilunarsjúkdóm. Þjónustan miðar að því að rjúfa einangrun notenda, gefa þeim kost á að umgangast jafningja, taka […]

Áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa

Bæjarstjórn ræddi stöðuna á Hraunbúðum og þá umræðu í samfélaginu sem verið hefur um heimilið á fundi sínum í síðustu viku. Þar sem fram hafa komið áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa, átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem rekur Hraunbúðir. Fundurinn var mjög gagnlegur. Rætt var um mikilvægi þess […]

Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa bæjarbúa um stöðuna á Hraunbúðum

Frá því HSU tók við rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Hraunbúðum hefur það legið fyrir að HSU hafði ekki áhuga á að nýta eldhúsið og matsalinn. HSU vildi frekar fara í breytingar innanhúss og breyta núverandi seturými í miðjunni í matsal og mótttökueldhús. Allur matur kemur frá sjúkrahúsinu. Framkvæmdir á þessu eru þegar hafnar. Þegar […]

Framkvæmdir á skiptingu Hraunbúða milli hjúkrunarheimilis og dagdvalarþjónustu

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs greindi frá fyrirhuguðum framkvæmdum við skiptingu Hraunbúða milli hjúkrunarheimilis, sem HSU annast rekstur á, og dagdvalarþjónustu, þ.m.t. sértæku dagdvöl, sem Vestmannaeyjabær annast rekstur á. Viðræður milli HSU og Vestmannaeyjabæjar um framkvæmdirnar átti sér stað í síðustu viku og voru báðir aðilar […]

Samþykktu drög að leigusamningi um Hraunbúðir

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Lögð voru fram drög að leigusamningi milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Vestmannaeyjabæjar um leiguskilmála og leiguverð á Hraunbúðum. Stir hefur staðið um þessi mál eins og sjá má í meðfylgjandi fréttum hér að neðan. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjabær nýti hluta aðstöðunnar undir dagdvöl […]

Fjórir íbúar og átta starfsmenn smitaðir í það minnsta

Fjórir íbúar og átta starfsmenn í það minnsta hafa greinst með covid-19 og óvíst var með prófanir á þremur aðilum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HSU. Sóttvarnarteymi Suðurlands mun koma strax í fyrramálið og skipta upp heimilinu. Frekari aðgerðir eru byrjaðar og halda áfram næstu daga en heimilið er nú alveg lokað […]

Smit hjá starfsmönnum á Hraunbúðum

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á Hraunbúðum tímabundið vegna þess að tveir starfsmenn á heimilinu hafa greinst smitaðir af COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu sem Hollvinasamtök Hraunbúða sendu frá sér í dag.   (meira…)

Dagdvalarrýmum fjölgar

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka […]

Drög að tímabundnum leigusamningi

Bæjarstjóri greindi frá því á fundi bæjarráðs í gær að Vestmannaeyjabæ hafi borist drög að tímabundnum leigusamningi frá heilbrigðisráðuneytinu, um starfsemi hjúkrunarheimilis á vegum HSU á Hraunbúðum, meðan beðið er eftir heildrænni lausn á húsnæðismálum hjúkrunarheimila. Vestmannaeyjabær sendi sínar athugasemdir til baka og beðið er viðbragða heilbrigðisráðuneytisins. Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og brýnir í niðurstöðu sinni […]