Fjórum villum svarað

Ég hef fengið það hlutverk að sitja bæjarstjórnarfundi þegar forföll verða hjá aðalbæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fékk ég tækifæri á að segja mína skoðun á hvernig meirihluti E og H listans hafa unnið að málefnum Hraunbúða undanfarið ár. Ég er ekki sammála þeirra vegferð í að setja reksturinn frá okkur með þeirri óvissu […]

Finndu fjórar villur

Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag voru málefni Hraunbúða rædd líkt og svo ótal oft á undanförnum misserum. Í raun má segja að síðustu tíu mánuðir hafi einkennst af umræðu um málið og gríðarlegur tími og vinna farið í að reka það, í góðri samvinnu allrar bæjarstjórnar og í samstarfi þeirra sveitarfélaga sem standa í sömu sporum […]

Samningsvilji heilbrigðisráðuneytisins lítill

Bæjarstjóri fór á fundi sínum í dag yfir stöðu viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um húsnæði Hraunbúða. Uppgjör á yfirfærslu Hraunbúða til HSU stendur yfir með fulltrúum stofnunarinnar. Viðræður við heilbrigðisráðuneytisins hafa lítið þokast. Samningsvilji heilbrigðisráðuneytisins er lítill og stendur upp á ráðuneytið að gera drög að leigusamningi um Hraunbúðir, eins og lofað var fyrir tveimur vikum […]

Gáfu standlyftu og loftdýnur

Dætur, makar og afkomendur Guðnýjar Bjarnadóttur og Leifs Ársælssonar færðu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum höfðinglega gjöf nú á dögunum.  Gjöfin samanstendur af standlyftu og loftdýnum. Eimskip gaf flutninginn. Með gjöfinni vilja þær minnast foreldra sinna sem bæði hefðu orðið níræð á þessu ári og dvöldu á Hraunbúðum síðustu árin og um leið þakka fyrir einstaklega góða […]

Ríkið neitar að greiða leigu

Bæjarstjóri fór á fundir bæjrastjórnar á miðvikudag yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl. Greiða fastakostnað Eftir margítrekaðir óskir um fund […]

Til skoðunar að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum

05D0E6D8-1717-492E-9AEE-CB8D19391B61

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa […]

Fengu fund eftir margítrekaðir óskir

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl. Eftir margítrekaðir óskir um […]

Vestmannaeyjabær fer fram á að ríkið greiði leigu

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Eins og fram hefur komið náðist samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um að öllu starfsfólki verði boðin störf á sömu kjörum við yfirfærsluna og hefur allt starfsfólk ákveðið að þiggja störf hjá nýjum rekstraraðila. Jafnframt fór […]

Samkomulag um yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum verða boðin áframhaldandi störf og á sömu kjörum þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri heimilisins 1. maí næstkomandi. Starfsfólkið mun jafnframt halda áunnum réttindum sínum. Þetta er megininntak samkomulags sem heilbrigðisráðuneytið og Vestmannaeyjabær hafa gert með sér vegna yfirfærslunnar. Samkomulagið í heild sinni verður kynnt fyrir starfsfólki […]

Heilsa og hamingja heimilisfólks og starfsfólks lykilatriði

Í þó nokkuð langað tíma hefur verið ákveðin óvissa um rekstur Hraunbúða.  Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær rekið Hraunbúðir samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, en hefur á sama tíma staðið í einhverskonar samningaviðræðum vegna þess að samningsupphæð sem greidd hefur verið í gegnum samninginn til rekstursins hefur ekki dugað til.  Því hefur Vestmannaeyjabær, í stað þess […]