Dætur, makar og afkomendur Guðnýjar Bjarnadóttur og Leifs Ársælssonar færðu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum höfðinglega gjöf nú á dögunum. Gjöfin samanstendur af standlyftu og loftdýnum. Eimskip gaf flutninginn. Með gjöfinni vilja þær minnast foreldra sinna sem bæði hefðu orðið níræð á þessu ári og dvöldu á Hraunbúðum síðustu árin og um leið þakka fyrir einstaklega góða og hlýja umönnun sem foreldrar þeirra fengu meðan þau dvöldu þar.
Gjöfin kemur sér sannarlega vel og mun verða til þægindaauka fyrir alla. Dætrum þeirra hjóna þeim Guðrúnu Birnu og Elínu Laufeyju ásamt fjölskyldum þeirra beggja eru færðar innilegar þakkir. Svona hugulsemi snertir djúpt segir í frétt á vef HSU.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst