Bæjarstjóri fór á fundir bæjrastjórnar á miðvikudag yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl.
Greiða fastakostnað
Eftir margítrekaðir óskir um fund með heilbrigðisráðuneytinu um húsnæði Hraunbúða, varð ráðuneytið loks við beiðni Vestmannaeyjabæjar um fund sem haldinn var á miðvikudag. Á fundinn mættu auk fulltrú heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar. Hefur Vestmannaeyjabær margítrakað þá kröfu að ríkið greiði eðilegt endurgjald fyrir afnot af húsnæðinu, sem er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins eru annarrar skoðunar og telja að Heilbrigðisstofnun Suðurlands geti haft starfsemina í húsnæðinu gegn greiðslu fastakostnaðar við rekstur húsnæðisins.
Óásættanlegt
Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar kemur fram. “Bæjarstjóri, ásamt fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, hafa átt fund með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þar sem ekki er enn búið að ganga frá fyrirkomulagi um endurgjald ríkisins vegna afnota Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á húsnæði Hraunbúða sem er að fullu í eigu og rekstri Vestmannaeyjabæjar. Slíkt er óásættanlegt.
Því miður virðist lítill samningsvilji vera til staðar af hálfu ráðuneytanna en mikilvægt er að málið verði til lykta leitt hið fyrsta.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst