ÍBV mætir aftureldingu í dag

Það má búast má við hörkuleik í dag milli liðanna i 3. og 4.sæti Olísdeildar karla þegar strákarnir taka á móti Aftureldingu. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Þess má einnig geta að ÍBV U mætir Víking U klukkan 12:15. (meira…)

Allt undir í dag

Það verður sannkallaður STÓR-leikur í dag klukkan 14:00, þegar kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn. Þessi lið sitja í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar, eru að berjast um deildarmeistaratitilinn og þessi leikur skiptir sköpum í þeirri baráttu! “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á laugardaginn og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum ákaflega mikilvæga […]

Stelpurnar mæta Selfossi í bikarnum

Dregið var til undanúrslita í Powerade-bikarnum í hádeginu í gær. Kvennalið ÍBV var í pottinum að þessu sinni en undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 15. mars, þar mætast Haukar og Valur í fyrri viðureigninni kl. 18:00 en í síðar viðureigninni mætast ÍBV og Selfoss kl. 20:15. ÍBV og Selfoss hafa mæst tvívegis í vetur og […]

Fyrsti leikur ársins hjá strákunum

Karlalið ÍBV hefur aftur leik í Íslandsmótinu í handbolta í dag eftir langt hlé. Mótherjar dagsins eru nágrannar okkar frá Selfossi. Gestirnir eru sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig úr 14 leikjum. ÍBV er með 14 stig úr 12 leikjum í áttunda sæti. Viðureignir þessara liða hafa oft verið líflegar og því […]

Stórleikur í Vestmannaeyjum í kvöld

Það má búast við hörku leik í kvöld klukkan 18:00 þegar ÍBV stelpurnar taka á móti Stjörnukonum í margfrestuðum leik. Einu stigi munar á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar. Liðin mættu síðast á föstudaginn þar sem ÍBV vann Stjörnuna með eins marks mun, 23:22, og þar með sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins […]

Gabríel Martinez framlengir

Enn er penninn á lofti í Týsheimilinu og nú hafa Gabríel Martinez Róbertsson og handknattleikdeild ÍBV undirritað nýjan tveggja ára samning. Gabríel er 23 ára gamall hægri hornamaður sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur tekið stór skref í sínum leik undanfarin ár en á sínum yngri árum lék hann með yngri landsliðum Íslands. (meira…)

Dagur framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið hefur samið við Dag Arnarsson um framlengingu á samningi hans sem gildir til næstu tveggja ára. Dagur er frábær leikstjórnandi og hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár. Hann er 25 ára og hefur leikið með félaginu alla sína tíð. […]

Öllu frestað

Vegna samgangna þarf að fresta tveimur leikjum í OIís deildum karla og kvenna sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag, annars vegar ÍBV – Selfoss í Olís deild karla og hins vegar ÍBV – Stjarnan í Olís deild kvenna. Leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna verður leikinn þriðjudaginn 14. Febrúar kl.18.00 […]

Sveinn José framlengir

Sveinn José Rivera hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV en þar segir en fremur. “Sveinn José er öflugur 24 ára gamall línumaður sem kom til liðs við ÍBV haustið 2020. Hann hefur verið mjög vaxandi í sínum leik og er frábær liðsmaður. Það eru gleðitíðindi […]

Sigurður Grétar framlengir

Eyjamaðurinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út knattspyrnutímabilið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Sigurður er 26 ára gamall sóknarmaður sem hefur verið leikmaður ÍBV alla ævi hérlendis ef fráskilið er tímabilið 2020 þar sem Siggi lék með Vestra. Hann hefur skorað 8 mörk í 45 KSÍ leikjum […]