Úrslit yngri flokka um helgina

Það var mikið um að vera hjá yngri flokkum og u-liði ÍBV í handboltanum um helgina. Hér að neðan má sjá úrslit leikja helgarinnar. Upplýsingarnar eru fengnar af facebook síðu ÍBV. 3.flokkur karla 1.deild Afturelding – ÍBV : 29-34 3.flokkur karla 3.deild Afturelding2 – ÍBV3 : 27-37 4.flokkur kvenna 1.deild Fjölnir/Fylkir – ÍBV: 19-33 4.flokkur […]
Sigtryggur lánaður til Austurríkis

Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í gær. Erlingur sagði Sigtrygg Daða vera lánaðan til austurríska liðsins til ársloka og verða tilbúin í slaginn með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst […]
Bæði lið á útivelli í dag

Karla og kvenna lið ÍBV í handbolta leika bæði leiki á útivelli í dag. Stelpurnar ríða á vaðið klukkan 14:00 þegar þær mæta Haukum á Ásvöllum. Stelpurnar eru í 3. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Hauka stúlkur sitja í 6. sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á HaukarTV. Strákarni hefja leik […]
Ragnar Mar nýr yfirþjálfari hjá ÍBV

Í byrjun ágústmánaðar auglýsti ÍBV eftir nýjum yfirþjálfara yngriflokka í fótbolta og barst mikill fjöldi umsókna í stöðuna.Ragnar Mar Sigrúnarson hefur verið ráðinn sem nýr yfirþjálfari og hóf hann störf undir lok síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Ragnar hefur verið þjálfari hjá HK undanfarin 12 ár. Hann er með BS gráðu […]
Stelpurnar mæta liði frá Madeira

Í dag var dregið í 3.umferð í Evrópubikar kvenna, en kvennalið ÍBV tryggði sér farmiðann þangað í gær með samanlögðum sigri úr tveimur leikjum gegn O.F.N. Ionias. Stelpurnar mæta félagsliðinu Madeira frá Portúgal í 32-liða úrslitum. Ef leikirnir fara fram heima og að heiman þá á ÍBV heimaleik helgina 3. og 4. desember og svo […]
Mikilvægur sigur á heimavelli (myndir)

ÍBV vann mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Þetta er annar sigur strákanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar. ÍBV er sem stendur sex stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum. ÍBV komst yfir snemma leiks þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði úr […]
Dýrmæt stig í baráttuleik

ÍBV hafði betur, 2:1 gegn FH í fyrsta leiknum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Hart var barist enda mikið í húfi fyrir bæði lið, FH í fallsæti með 19 stig og ÍBV sæti ofar með 20. Mörk ÍBV skoruðu Telmo Castanheira og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Með sigrinum er ÍBV […]
Kjötsala ÍBV – lokafrestur í dag

Handknattleiksráð ÍBV vill minna Eyjamenn á kjötsölu deildarinnar í samstarfi við kjötvinnsluna B. Jensen á Akureyri. Í boði er: 5x 500 gr. nautahakk kr. 5.500 10x 500 gr. nautahakk kr. 11.000 10x hamborgarar kr. 2.800 Allt kemur þetta í handhægum umbúðum sem raðast vel í frysti. Pöntunum frá Vestmannaeyjum verður ekið heim að dyrum en […]
0-3 : ÍBV – Valur á Hásteinsvelli

Leikur er hafinn á Hásteinsvelli þar sem ÍBV stelpurnar okkar taka á móti Valskonum. Valur er á toppi deildarinnar með 36 stig en ÍBV í 5. sæti með 23 stig. Fyrsta færi ÍBV kom strax á þriðju mínútu þegar Olga átti gott skot í átt að markinu. Það lítur út fyrir að leikurinn verði fjörugur. […]
Breiðablik – ÍBV : 3-0

Nú stendur yfir leikur ÍBV og Breiðabliks í Kópavogi, töluverður styrkleikamunur er á liðunum og tölfræðilega séð er líklegra að Blikar fari með sigur af hólmi, hins vegar getur allt gerst í boltanum og ÍBV liðið á mikið undir. ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildarinnar og ljóst er að liðið mun spila í […]