Valið í A landslið kvenna í handbolta

Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga hér á landi dagana 26. september – 1. október nk.. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024. Ísland leikur gegn Ísrael 5. og 6. nóvember og fara báðir leikirnir fram hér heima. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari ákvað að þessu sinni að velja fimm leikmenn […]
Áfram í 5. sæti

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu gerði jafntefli við Þór/KA í dag, lokaniðurstaðan var 3-3. Þó skoraði íBV fleiri mörk í leiknum, því eitt reyndist sjálfsmark. Kristín Erna Sigurlásdóttir átti góðan leik og skoraði tvö af mörkum íBV. Eftir leikinn er lið ÍBV enn í 5. sæti með 23 stig. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir á […]
ÍBV stelpurnar fara norður í dag

15. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu heldur áfram að rúlla í dag, en ÍBV stelpurnar okkar heimsækja Þór/KA fyrir norðan. Norðanstelpur eiga mikið undir og eru í fallhættu eftir úrslit leiks Aftureldingar og KR í gær, þar sem Afturelding fór með sigur af hólmi. Þór/KA er í 8. sæti með 13 stig. ÍBV er […]
Eyjamenn komnir í aðra umferð Evrópubikarsins

ÍBV er komið í aðra umferð umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir eins marks sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 33:32. Fyrri leiknum lauk með 41:35 sigri ÍBV. . Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Náðu í stig sem skiptir máli

ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í níunda sæti með 20 stig. Guðmundur Magnússon skoraði mörk Framara en Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika […]
Mikilvægir leikir hjá körlunum í handbolta og fótbolta

Það er barist á tvennum vígstöðum hjá ÍBV-íþróttafélagi í dag í leikjum sem skipta miklu máli. Á Hásteinsvelli klukkan 14.00 mætir ÍBV Fram í Bestu deild karla í fótbolta og er hann Eyjamönnum mjög mikilvægur. Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir […]
Öruggur sigur á Holon frá Ísrael

ÍBV er skrefi nær því að tryggja sér sæti í annarri umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir öruggan sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 41:35. Seinni leikurinn er á morgun í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 16.00. Kári Kristján skorar eitt af mörkum sínum í leiknum. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Besta kvenna: ÍBV tekur á móti Breiðabliki

ÍBV stelpurnar okkar taka á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í dag kl. 17:00 Breiðablik er í 2. sæti Bestu deildar kvenna, en íBV er í 6. sætinu, 11 stig skilja liðin að. Búast má við hörkuleik, eins og alltaf, þegar stelpurnar okkar eiga í hlut. (meira…)
Eyjakonan Díana Dögg fyrirliði í þýska boltanum

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan og Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem […]
Þriðja sæti á Ragnarsmótinu

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik kvenna var haldið nú í liðinni viku, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi. Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum. Stelpurnar okkar í ÍBV náðu […]