Brennan tendruð annaðkvöld

Kveikt verður í bennunni á Fjósakletti annað kvöld en brennan hefur staðið tilbúin í Herjólfsdal tæpan einn og hálfan mánuð. Þetta staðfesti Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags í samtali við Eyjafréttir. “Já það verður brenna annað kvöld kl 21:00. Fólk má fara inní dal og njóta hennar úr brekkunni eða þar sem það vill vera, […]
Afturelding-ÍBV í beinni á RÚV

Handboltaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því handboltavertíðin fer af stað í kvöld með þremur leikjum í í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla. Keppninni var frestað í vor vegna heimsfaraldursins. Fyrsta viðureign kvöldsins er leikur ÍBV og Aftureldingar í Mosfellsbæ, en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsending klukkan […]
Bjóða uppá hópferð í Grafarvoginn

Á morgun er hópferð á leik Fjölnis og ÍBV í Lengjudeild karla. Með sigri tryggir ÍBV sér sæti í efstu deild á ný. ÍBV ætlar að bjóða stuðningsmönnum í rútu og Herjólf án endurgjalds. Farið verður með Herjólfi klukkan 12:00 og heim 22.15. Hægt er að skrá sig hér á facebook eða senda nafn og […]
Grímur aðstoðar Erling

Grímur Hergeirsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV og mun hann þjálfa meistaraflokk karla í vetur með Erlingi Richardssyni. Grímur er þjálfari sem eflaust margir kannast við, en hann er sömuleiðis lögreglustjóri hérna í Vestmannaeyjum. Grímur lék handknattleik á sínum yngri árum með Selfossi og Elverum í Noregi. Í heimabænum hefur hann mikið verið í þjálfun […]
Ákall til Eyjamanna

Líkt og kunnugt er hefur Þjóðhátíð verið felld niður síðustu tvö ár vegna sóttvarnaraðgerða. Þetta setur ÍBV íþróttafélag í mjög alvarlega fjárhagsstöðu þar sem Þjóðhátíð er stærsta fjáröflun félagsins. Félagið rær lífróður til að geta haldið starfsemi félagsins áfram. Það er öllum hér í Eyjum ljóst að ÍBV er þekktasta merki Eyjanna og hefur borið hróður þeirra víða um […]
Stelpurnar fara á Selfoss

Selfoss og ÍBV mætast í dag Pepsí Max deild kvenna leikið verður á Jáverks-vellinum á Selfossi og hefst leikurinn klukkan 18.00. Selfoss liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því sjöunda. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
Gerði það sem allir hefðu gert

Fyrirliði ÍBV í fótbolta, Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á vellinum í sumar og á stóran þátt í gengi liðsins. Í síðustu viku hlaut Eiður einnig lof fyrir viðbrögð sín í toppslagnum gegn Kórdrengjum þegar leikmaður Kórdrengja hlaut höfuðáverka eftir samstuð og lá rotaður eftir. Andartaki síðar var Eiður kominn […]
Liana Hindis fékk gult spjald í tapleik ÍBV

Í gær mættu Eyjastelpur Keflavík á Hásteinsvelli. Keflavík bar sigur úr bítum með teimur mörkum gegn einu. Um var að ræða leik í 14. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 í 5. umferð. á 11. mínútu leiksins kom sending á Natöshu Anasi inn fyrir vörn ÍBV og skoraði hún […]
ÍBV liðið í sóttkví, fjórir smitaðir

Tveimur næstu leikjum ÍBV í Lengjudeild karla verður frestað eftir að fjórir lykilmenn liðsins greindust með Covid. Það eru grunsemdir um að fleiri í hópnum séu smitaðir og er allt liðið komið í sóttkví. Þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður ÍBV í samtali við Fótbolta.net. Eyjamenn eru í góðri stöðu í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, í öðru […]
Stelpurnar taka á móti botnliðinu

Eyjastelpur mæta Keflavík í dag klukkan 18.00 á Hásteinsvelli. ÍBV er í sjötta sæti Pepsí Max deildarinnar með 16 stig en lið Keflavíkur situr í botnsætinu með 9 stig. Leikurinn er aðgengilegur í beinu streymi á stod2.is. (meira…)