Líkt og kunnugt er hefur Þjóðhátíð verið felld niður síðustu tvö ár vegna sóttvarnaraðgerða. Þetta setur ÍBV íþróttafélag í mjög alvarlega fjárhagsstöðu þar sem Þjóðhátíð er stærsta fjáröflun félagsins.
Félagið rær lífróður til að geta haldið starfsemi félagsins áfram. Það er öllum hér í Eyjum ljóst að ÍBV er þekktasta merki Eyjanna og hefur borið hróður þeirra víða um land. Í ljósi þessarar stöðu sem félagið er í, viljum við biðla til ykkar sem hafið tök á því, að leysa ekki út aðgangsmiðana heldur færa þá til næsta árs. Við höfum óbilandi trú á því að það verði haldin Þjóðhátíð árið 2022.
Aðendingu má benda á að hægt er að styrkja félagið um miðakaupin í heild sinni eða að hluta til, hafi fólk tök á.
Fyrir hönd stjórnar
Þór Í. Vilhjálmsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst