Handboltaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því handboltavertíðin fer af stað í kvöld með þremur leikjum í í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla. Keppninni var frestað í vor vegna heimsfaraldursins. Fyrsta viðureign kvöldsins er leikur ÍBV og Aftureldingar í Mosfellsbæ, en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsending klukkan 17:55. Miðar á leikinn hjá strákunum eru seldir inn á miðasöluappinu Stubbur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst