Framhaldið leggst sjúklega vel í mig

IMG 8622

Olís deild kvenna fer aftur af stað í dag eftir 112 daga stop en ekki hefur verið leikið í deildinni síðan 26. September. ÍBV stelpurnar mæta Fram í Framhúsinu klukkan 14:30 í dag. ÍBV situr á toppi deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir. Við heyrðum í Sunnu Jónsdóttur fyrirliða ÍBV og fórum aðeins yfir […]

Sigurður Arnar framlengir

Varnarjálkurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt við ÍBV út tímabilið 2022. Sigurður hefur spilað stóra rullu í liði ÍBV síðustu ár og er mikil ánægja hjá félaginu með áframhaldandi samstarf. Sigurður hefur leikið 65 leiki fyrir ÍBV á ferilinum hingað til og skorað í þeim 5 mörk. (meira…)

Sænskur leikmaður til ÍBV

Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sävehofs og vefurinn handbolti.is greindi fyrst frá. Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er 19 ára gömul og hefur leikið 12 U-landsleiki […]

Dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV

Hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV verður á morgun, mánudaginn 4.janúar. Handboltafólk fer af stað um klukkan 18:00 og er fólk hvatt til þess að setja pokana út fyrir hjá sér. Ef þú lendir í því einhverra hluta vegna að pokarnir séu ekki sóttir hjá þér getur þú haft samband við Davíð í s: 846-6510 eða […]

Þrettándagleði með breyttu sniði

Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgang að fá bóluefni. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. En í sárabót þá munum við kveikja […]

Rafrænt Flugeldabingó ÍBV

Flugeldabingóið ÍBV verður haldið með pompi og prakt þriðjudaginn 29.desember kl.19:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar segir enn fremur. Í ljósi samkomutakmarkana getum við ekki haldið hefðbundið bingó en þess í stað verður viðburðurinn í rafrænu formi og verður útsending á ÍBV TV á Youtube. Þar sem um rafrænt bingó er að […]

Ársrit fótboltans komið út

Út er komið ársrit fótboltans fyrir fótboltaárið 2020. Lesið með að smella hér. Blaðið er árleg útgáfa og í ár má finna fjölbreytt og áhugavert efni. Rætt er við þjálfara, leikmenn  og stjórnarmenn um tímabilið sem leið, forvitnast um hvernig var að halda krakkamótin á COVID tímum, Ingó veðurguð segir frá hvernig er að eiga […]

Handboltaskóli milli hátíða

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir handboltaskóla í samstarfi við Krónuna og Vestmannaeyjabæ. Skólinn verður dagana 28.-30.desember og er fyrir krakka í 3.-8.bekk. Hópnum verður skipt í tvennt, 3.-5.bekkur verða saman og 6.-8.bekkur saman. Skólinn samanstendur af 6 æfingum fyrir báða aldurshópana, 2 á dag, ásamt því að 1 fyrirlestur verður fyrir eldri hópinn. Þjálfar á námskeiðinu […]

KFS er þriðja söluhæsta félagið hjá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu […]

Elliði og Kári í 21 manna HM hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.