ÍBV leikur til úrslita á Ragnarsmótinu

Eins og Eyjafréttir sögðu frá í vikunni tekur meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi þessa dagana. Strákarnir unnu stórstigra í báðum sínum leikjum í riðlinum. Á miðvikudag unnu þeir stórsigur á Fram 30-19. Í gær mættu þeir svo Haukum og sigrðuðu þeir hann ekki síður sannfærandi 26-34. ÍBV leikur því til úrslita á […]

Stelpurnar sækja heim Stjörnuna í dag

Stelpurnar í ÍBV sækja heim Stjörnuna í Garðabæinn í dag kl. 18.00 í leik í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Mikið er undir hjá báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar í harðri fallbaráttu. Fari svo að Keflavík vinni Þór/KA fyrir norðan, en sá leikur fer fram á sama tíma, fellur taplið viðureignar […]

Níunda tapið í röð staðreynd

ÍBV sótti heim Víking í gær í leik í Pepsi Max-deild karla. Víkingur tók hins vegar öll völd á vellinum strax frá upphafi og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik eftir mark á 38. mínútu. Síðari hálfleikurinn var svo meira af því sama og á 75. mínútu juku Víkingar muninn í tvö mörk. Sá munur hélst […]

Stelpurnar taka á móti KR í dag

Í dag kl. 18.00 á Hásteinsvelli taka stelpurnar í ÍBV á móti KR í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrir leikinn skilja aðeins tvö stig liðin að. ÍBV með 12 stig í 7. sæti en Kr í því 9. með 10 stig. Liðin berjast því við að komast uppí miðja deild. Það er því um […]

Kvennalið ÍBV semur við pólska skyttu og markmann

ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið ÍBV í Handbolta en það eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en báðar koma þær frá Póllandi. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs. Karolina er 26 […]

ÍBV á hraðri leið í 1. deild eftir tap gegn Fylki

ÍBV sótti Fylki heim í árbæinn í leik í Pepsi Max-deild karla  í gær. Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark strax á 12. mínútu þegar Kolbeinn Aron Finnsson átti glæsilegt skot utan teigs sem rataði upp í samskeytin. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sínt ágætis leik í lok og jafnvel verið sterkara liðið […]

Eins marks tap gegn Selfossi

ÍBV tók á móti nágrönnum sínum í Selfossi í gær í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Þrátt fyrir nokkrar ágætis marktilraunir ÍBV í upphafi leiks voru það Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 15. mínútu. Áfram sóttu Eyjakonur en inn vildi boltinn ekki og fór því svo að þetta var […]

Gary Martin til ÍBV

Það er nú ljóst að framherjinn knái Gary Martin mun leika með ÍBV út núverandi keppnistímabil. „Eftir frábæran sigur í dag gleður okkur að tilkynna að knattspyrnuráð karla hefur náð samkomulagi við framherjann Gary Martin um að leika með liðinu út tímabilið 2019,” segir í tilkynningu á ibvsport.is. Gary samdi um starfslok við Val í […]

Fyrsti sigurinn kom gegn toppliði Skagans

Botnlið Eyjamanna tók á móti toppliði Skagamanna í leik í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli í dag. Fjöldi áhangenda fylgdi liði ÍA til Eyja í dag og mátti vart á milli sjá hvort fleiri Eyjamenn eða Skagamenn fylltu stúkurnar. Skagamenn komust yfir strax á 6. mínútu eftir að Gilson Correia, varnarmaður ÍBV, missti boltann klaufalega […]

Stelpurnar taka á móti Val í bikarnum í dag

ÍBV tekur á móti Vals-stúlkum í leik Mjólkubikar kvenna á Hásteinsvelli í dag kl. 18.00. Það má búast við hörkuleik. Síðustu fimm ár hafa þessi þessi lið spilað 13 leiki. ÍBV unnið 4, Valur unnið 8 og einu sinni jafntefli. Mætum og styðjum okkar lið! (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.