Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Rúmlega 228 m.kr. jákvæð rekstrarafkoma í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Áætlaðar tekjur á árinu 2023 eru 7.819 m.kr. og hækka um 726 m.kr. frá áætlun 2022. Tekjur eru varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2023 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstarútgjöld eru áætluð 7.625 m.kr. á árinu 2023. Sem fyrr eru fræðslu- […]

Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm  eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er  Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]

Ný slökkvistöð vígð að viðstöddum ráðherra

Ný og glæsileg slökkvistöð var formlega vígð um goslokahelgina að viðstöddum Innviðaráðherra. Slökkvistöðin var þá opin og til sýnis almenningin. Margt var um manninn og kátt á hjalla. „Allt of lengi höfum við þurft að bíða eftir að Slökkvilið Vestmannaeyja fengi húsnæði sem hæfir starfseminni og mikilvægi þess fyrir samfélagið okkar. Nú er loksins risin, […]

Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Heimaey – mín Hjartans heimahöfn

Gleðilegan kjördag! Vestmannaeyjar eru einstakur staður og það hafa verið forréttindi að vera treyst fyrir því, fyrst kvenna, að leiða þetta samfélag síðustu fjögur ár. Þessi ár hafa verið lærdómsrík, skemmtileg, krefjandi, þroskandi og gefandi. Það skiptir máli hvernig við komum fram fyrir hönd Vestmannaeyja og hvaða hug við berum til Eyjanna. Ég hef verið […]

Framtíðarsýn í öldrunarmálum

Öldrunarmál varða ekki eingöngu eldri borgara sjálfa heldur okkur öll. Það skiptir alla máli hvernig samfélagi við viljum búa í á efri árum og við hvaða lífsgæði. Góð þjónusta við eldri borgara og góð lífsgæði þeirra eru því allra hagur. Við þurfum að móta okkur sýn og stefnu í öldrunarmálum til framtíðar í takt við […]

Hvað er ábyrg fjármálastjórn?

Lögbundin skylda sveitarfélaga Lögbundin skylda sveitarfélaga er að sinna þjónustu við íbúa og nýta tekjustofna til þess. Vestmannaeyjabæ hefur tekist vel til við þær skuldbindingar allt kjörtímabilið og jafnframt skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll fjögur árin. Reksturinn er góður Síðustu ár hafa verið Vestmannaeyjabæ erfið vegna loðnubrests í tvö ár, ofan á covid-faraldurinn. Þetta tvennt  hefur […]

Viljum vera í fremstu röð og getum það!

Undanfarin tvö ár hefur Vestmannaeyjabær verið í fyrsta sæti í þjónustukönnun Gallup meðal 20 stærstu sveitarfélaganna þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Af því er ég stolt og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Skólar og leikskólar eru „vinnustaðir“ barna okkar í allt að 14 ár. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár […]