Krónan eykur þjónustu í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingar geta frá og með deginum í dag pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir í Vestmannaeyjum í dag, miðvikudag og verður boðið upp á heimsendingu alla virka daga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni í bænum og býður Krónan nú þegar upp á heimsendingar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. […]
17 fjölskyldur í Vestmannaeyjum fá matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin
Krónan hefur afhent Styrktarsjóði Landakirkju 17 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu alls 340 þúsund krónum en samtals söfnuðust 12 milljónir […]
Söfnuðu 300 þúsund krónum fyrir matargjafir í Vestmannaeyjum
Krónan afhenti hjálparsamtökum rúmlega 450 gjafakort á dögunum. Gjafakortin eru afrakstur jólasöfnunar sem fram fór í verslunum Krónunnar á aðventunni, þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Viðskiptavinir söfnuðu rúmlega 4,6 milljónum króna og lagði Krónan 5,4 milljón krónur á móti þeirri upphæð. Alls söfnuðust […]
Gott að versla í Vestmannaeyjum – Krónan
Jólahlaðborðið vinsælt Ólafur Björgvin Jóhannesson verslunarstjóri hjá Krónunni var önnum kafinn þegar við náðum í hann. „Þetta er sá árstími sem það er sem mest að gera hjá okkur og verslunin komin í hátíðargír núna í kringum fyrsta í aðventu. Við höfum sett upp okkar vinsæla og glæsilega jólahlaðborð sem fólk getur haft heima hjá […]
Skannað og skundað í Krónunni í Eyjum
„Ég er virkilega ánægður að geta nú boðið viðskiptavinum Sannað og skundað-þjónustuna hér í Eyjum,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, verslunarstjóri Krónunnar. Frá og með 13. október verður í boði að greiða með appinu í versluninni. „Varan beint ofan í pokann og út. Hér verður starfsmaður hjá okkur sem býður viðskiptavinum okkar að prófa og […]
Sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni vel tekið
Eyjamenn fengu þrjá sjálfsafgreiðslukassa og eitt afgreiðslupúlt í verslun Krónunnar í byrjun desember síðastliðnum og hefur nýting á kössunum verið vonum framar. Í dag fer um helmingur af öllum innkaupum í gegnum sjálfsafgreiðslukassana á móti beltakössum. Að sögn Ólafs Björgvins Jóhannessonar, verslunarstjóra Krónunnar í Vestmannaeyjum, hafa viðskiptavinir verslunarinnar tekið lausninni afar vel þótt einhverjar efasemdir […]
Krónan þakkar fyrir sig með afslætti
Krónan býður viðskiptavinum sínum upp á 5 prósent afslátt af öllum vörum í verslunum sínum á morgun, laugardaginn 22. janúar. Tilefnið er að fimmta árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru fyrr í dag. Krónan hlaut hæstu einkunn meðal verslana á matvörumarkaði með marktækum mun […]
Sundfélag ÍBV og Listasmiðja náttúrunnar fengu samfélagsstyrk
Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru 17 talsins og […]
Grímuskylda afnumin í Krónunni
Frá og með deginum í dag mun Krónan afnema grímuskyldu í verslunum sínum, en hún var sett á í lok júlímánaðar. Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu á facebook síðu sinni. Þar kemur fram að sem fyrr eru viðskiptavinir og starfsfólk beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og […]
Krónan hættir með plastpoka
Í maí árið 2019 var frumvarp umhverfisráðherra samþykkt með löggjöf sem bannar sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Krónan hóf strax undirbúning og nú er að klárast upplag af plastpokum og verða ekki fleiri pantaðir. Í verslunum Krónunnar eru fjölnota burðarpokar og pappapokar til sölu við afgreiðslukassa. Viðskiptavini eru hvattir til að nota […]