Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð.  Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga […]

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað. Slysavarnadeildin Eykyndill, Björgunarfélagið, Slökkviliðið, Lögreglan, Sjúkraflutningamenn, Rauði krossinn, Kirkjan, […]

Halldór kveður eftir rúmlega þriggja áratuga starf

Halldór Hallgrímsson kveður nú í nóvember Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja eftir 33 ára starf þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Landakirkju. Halldór tók við stöðu kirkjugarðsvarðar og staðarhaldara Landakirkju árið 1990 og hefur unnið mikið og gott starf síðan. Bæði Landakirkja og kirkjugarðurinn hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á þeim tíma en […]

Pakkajól í Eyjum

Foreldramorgnar Landakirkju standa fyrir söfnun fyrir jólin í samvinnu við Bókasafn Vestmannaeyja. “Nú er tíminn til að versla aukagjöf undir tréð svo að öll börn geti átt gleðileg jól. Athugið að merkja gjöfina með aldri barns og kyn/kynhlutlaust. Athugið að setja heilan varning í gjafirnar. Við hvetjum sérstaklega fyrirtæki í Eyjum til að taka þátt,” […]

Þakkir til þeirra sem hafa styrkt Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja

Á heimasíðu Landakirkju kemur fram að undanfarnar vikur og mánuði hafa ýmsir velunnar stutt viðhald og viðbætur í Landakirkju og Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skipta þurfti um kross á sáluhliði kirkjugarðsins og tók Skipalyftan að sér að gefa nýjan kross og koma honum fyrir með hjálp Steingríms Svavarssonar, sóknarnefndarmanns. Minningarsjóður Guðmundar Eyjólfssonar og Áslaugar Eyjólfsdóttur styrkti einnig […]

Bleik messa í Landakirkju

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn heldur uppi uppteknum hætti í október og heldur bleika messu í tilefni bleiks októbers í dag kl. 13:00. Kristín Valtýsdóttir segir frá starfi Krabbavarnar og Valgerður Þorsteinsdóttir segir sögu sína. Sr. Viðar þjónar og Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju. (meira…)

Aglow fundur í kvöld

Næsti Aglow fundur verður í kvöld 4. október kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Helgina 29. sept – 1. okt var Aglowhelgi  í Skálholtsbúðum og var yfirskriftin Undir Opnum Himni. Konur sem voru á helginni munu segja frá reynslu sinni. ,,Ég er ljós heimsins“ segir Jesús (Jóh.8.12). Hann segir einnig: ,,Þér eruð ljós jarðar“ (Matt 5.14). […]

Vinir í bata hefja göngu sína á ný

12 spora hópur Landakirkju, Vinir í bata hefja starf sitt á ný eftir sumarfrí nk. mánudag 18. september kl. 18:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir, þann 18. og 25. september og 2. október eru opnir kynningarfundir þar sem fundargestir fá innsýn inn í starfið. Eftir það hefst hin eiginlega spora vinna. Heitið […]

Sr. Bryndís þjónar í Landakirkju

Sr. Bryndís Svavarsdóttir mun starfa í Landakirkju frá 14.september til 22.september í fæðingarorlofi sr. Viðars. Bryndís hefur starfað í Patreksfjarðarprestakalli, Mosfellsprestakalli og Njarðvíkurprestakalli. Þann tíma sem sr. Bryndís verður í Eyjum mun hún svara í vaktsíma prestakallsins 488-1508. Sunnudaginn 17.september mun sr. Bryndís sjá um sunnudagaskólann kl. 11.00 og guðsþjónustu kl. 13.00. (meira…)

Aglowfundur í kvöld

Í kvöld miðvikudaginn 6. september Kl. 19.30 verður Aglowfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Þetta er fyrsti fundur vetrarins og eftir veðursælt sumar fannst okkur tilvalið að fjalla um 23. Davíðssálm sem margar okkar þekkja vel og við syngjum oft saman. En höfum við hugleitt um hvað innihald sálmsins er? 23 Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig […]