Jólatónleikar kórs Landakirkju

Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 14. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og líkur […]
Styrktarsjóður Landakirkju tekur við umsóknum

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum, sem hefur gert það að verkum að þau sem […]
Alþjóðlegur minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

Í dag er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Verður þeirra minnst í messu í Landakirkju sem hefst klukkan 13.00. Þar mun Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn flytja erindi. Allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum og aðrir kirkjugestir velkomnir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu. (meira…)
Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00- 19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við. Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á […]
Lífið og kyrrðarbæn

Í nokkur ár hef ég stundað kyrrðarbæn reglulega í einrúmi og með öðrum. Nánast hvern morgun byrja ég í kyrrð, sem er frábært á svo margan hátt, að leyfa Heilögum anda að koma og snerta og minna á ýmis atriði. Löng hefð er fyrir kyrrðarbæn meðal kristnna manna og undanfarin ár hefur rykið verið þurrkað […]
Nýr messutími Landakirkju

Í vetur mun Landakirkja hafa nýjan messutíma sem verður klukkan 13.00 og færist því messan fram um einn klukkutíma. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11.00 á sunnudögum og æskulýðsfélagið kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landakirkju. (meira…)
Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]
Aglowfundur / bænasamvera í dag

Aglowfundur / bænasamvera verður miðvikudaginn 4. maí kl. 17.00 í Landakirkju. Undirbúið af WDP nefnd kvenna á Englandi, Wales og Norður Írlandi “Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður” Myndin hér að ofan er frá bresku undirbúningsnefnd bænadagsins og minnir á vorið og sumarið framundan. Það er bæn […]
Dagskrá Landakirkju á páskum

Það verður mikið um að vera þessa páskana í Landakirkju líkt í hefðbundnu árferði. Hér má sjá dagskrá páskahelgarinnar. Skírdagur 14. apríl kl. 20:00 Altarisganga og afskrýðing altaris Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 11:00 Píslasagan lesin Páskadagur 17. apríl kl. 8:00 Hátíðarguðsþjónusta – Kristur upprisinn Boðið til morgunverðar að lokinni athöfn Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum kl. […]
Páskafundur Aglow í kvöld

Aglowfundur miðvikudaginn 6. apríl kl. 20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Páskafundur og við hlökkum til að hittast. Við byrjum á veitingum, síðan veður sungið og við eigum samfélag saman. Ræðumaður verður Daníel Steingrímsson. Allar konur velkomnar. (meira…)